Þjóðmál - 01.03.2010, Page 80

Þjóðmál - 01.03.2010, Page 80
78 Þjóðmál VOR 2010 einasta um mikilvægt atriði, heldur leyndi hann gjörningi, sem lögfróðir menn telja að vart eigi sér fordæmi og áhöld eru um að standist lög . Í ofanálag tók hann þátt í að blekkja stjórnarformann eins stærsta viðskiptavinar bankans . Þá um nóttina hafði Lárus, meðal annarra Útvegsbankamanna, undirritað skjal þar sem hann og aðrir stjórnendur bankans hétu Eimskipafélagi Íslands að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að Hafskip hf . yrði tekið til gjaldþrotaskipta . Fram til þessa tíma höfðu viðræður forsvarsmanna Hafskips og bankastjórnar Útvegsbankans snúist um lausnir á grundvelli þess að Hafskip hf . færi í nauðasamninga . Grein Lárusar er uppfull af innan tóm-um gífuryrðum, sem gera ásakanir hans í minn garð enn alvarlegri en ella og aðdróttanir hans fela í sér grófa aðför að fræðimannsheiðri mínum . Mér er fyrirmunað að skilja hvað honum gengur til með viðlíka árás sem hefur það eina auðsjáanlega markmið að sverta mannorð þess er þetta ritar . Lárusi Jónssyni væri hollara að tileinka sér í skrifum sínum æðsta takmark sagnfræðinnar, sem er að leita sannleikans . Færi betur á því ef Lár- us Jónsson léti af þeirri iðju að ásaka aðra um lygar og rangfærslur, þegar hann hefur sjálfur vikið svo víðsfjarri af vegi sann leik- ans . Tveir prófessorar við Háskóla Íslands hafa lát-ið talsvert á sér bera í þjóðfélagsumræðunni undanfarið . Annar þeirra er Svanur Kristjánsson sem hefur stór orð um spillingu og útrás og auðjöfra . En þetta er sami Svanur og flutti erindið „For seti Íslands og utanríkisstefnan: Sveinn Björns son og Ólafur Ragnar Grímsson“ á fundi Sagn fræð inga - félagsins 25 . mars 2006 . Þar sagði hann með mik- illi velþóknun að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefði verið höfundur útrásar stefn unn ar sem auðjöfrarnir íslensku fylgdu frá 2004 . Raun- ar hefði Ólafur Ragnar barist fyrir henni á með an hann var formaður Alþýðu banda lagsins! Svanur sagði líka í ræðu á fundi stjórn mála- fræðinga í nóvember 2009 að prófkjör væru eitur í íslenskum stjórnmálum . En Svanur var síðan einn af þeim sem skrifuðu sig á prófkjörsauglýsingu séra Bjarna Karlssonar í Fréttablaðinu aðeins mánuði seinna, en með þessari auglýsingu brutu séra Bjarni (og stuðningsmenn hans) sam komu lag innan Samfylkingarinnar um að ekki skyldi ausið fé í slíkar auglýsingar . Var nema von að Press an spyrði hvort nokkuð væri að marka prófessorinn? Hinn einkennilegi prófessorinn er Þórólfur Matthías son sem flytur mál Breta og Hollend- inga á Íslandi af miklu kappi . Hann sagði í Fréttablaðinu 24 . júní 2009: „Samþykki Alþingi ekki ríkisábyrgð á Icesave- lánið gæti skapast stríðsástand í efnahagslífinu hérlendis, Ísland fengi hvergi fyrirgreiðslu, fyrirtæki færu unnvörpum í þrot og við yrðum sett á sama stall í samfélagi þjóðanna og Kúba og Norður-Kórea .“ Nú synjaði forseti lögunum um ríkisábyrgð staðfestingar . En höfum við verið sett á sama stall í samfélagi þjóðanna og Kúba og Norður- Kórea? Nei, alls ekki . Bretar og Hollendingar hafa látið líklega um að semja á ný við okkur . Ýmis Evrópuríki, t .d . á Eystrasalti, hafa lýst yfir stuðningi við okkur, einnig margir álitsgjafar . Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er að hörfa frá hand- rukkarahlutverki sínu að því er virðist . Hefðu þessir tveir skrýtnu prófessorar ekki getað sparað sér stóryrðin? Hafa þeir reynst miklir spámenn? Skafti Harðarson á bloggi sínu á Eyjunni 11 . febrúar 2010 . ____________ Tveir skrýtnir prófessorar

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.