Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 85

Þjóðmál - 01.03.2010, Blaðsíða 85
 Þjóðmál VOR 2010 83 Íkjölfarið fylgja síðan bollaleggingar um hverjir „kunna að hafa staðið að baki þessari ævintýralegu sendiför á fund prinsins“ . – „Hverjir unnu að því að fá hann til land stjórnar á Íslandi“? spyr Örn Helgason, að því er virðist í fullri alvöru . Hann fjallar um þann „þagnarmúr“ sem reistur hafi verið um málið . En hvað var um það að segja? Það gerðist nákvæmlega ekki neitt! Þá þykir Erni með endemum það fálæti sem Íslendingar hafi sýnt prinsinum loksins þegar hann kom til landsins . Hann skrifar: „[F]áir erlendir menn hafa sýnt landi og þjóð meiri og varanlegri áhuga eða átt hingað alvarlegri erindi [auðk . hér] en hinn ættstóri háaðalsmaður“! Örn Helgason reynir jafnframt að finna skýringar á fálæti þýskra ráðamanna um málið . Prinsinn taldi sér trú um að Goebbels hefði mælt eindregið með því við þýska utan ríkis ráðuneytið að sér yrði leyft að hlýða kalli „íslenskra dánumanna og föðurlandsvina“ eins og fram kemur í bók Þórs Whitehead Stríð fyrir ströndum . Þór segir stuttlega frá þessu máli eins og hverju öðru gríni, lýsir því hvernig Goebbels hæddist að prinsinum, sem ekki skildi að um háð var að ræða, og bætir við: „Goebbels hafði kímnigáfu til að sjá málið í réttu ljósi, en prinsinn taldi, að ekkert nema ófriðurinn og búraháttur Ribben- trops utanríkisráðherra hefði staðið í vegi fyrir því, að hann settist hér í hásæti“ (bls . 21) . En Örn Helgason sér allt með augum hins þýska prins . Hann gerir því jafn- vel skóna að þýskir ráðamenn kunni að hafa stungið erindi prinsins undir stól vegna þess að Hitler hafi árið 1938 viljað komast hjá styrjöld við Breta og því ekki viljað styggja þá „með því að seilast með áberandi hætti inn á gamalt, breskt valdasvæði“! Mál þýska prinsins telur Örn Helgason „eitt furðulegasta ævintýri íslenskrar sögu“ . Út gef andi bókarinnar, Skjaldborg, þyk ist líka hafa komist í feitt og gengur úr öllum ham við að selja bókina . Útgefandinn talar kinn roðalaust um „áform um stofnun kon- ung dæmis á Íslandi“, segir að í bókinni sé „hulunni“ lyft af „einu mesta feimnismáli íslenskrar sögu“, fullyrðir að Guðmundur Kamban og Kristján Albertsson hafi verið með Jóni Leifs í ráðum, staðhæfir að þeir þrír hafi „boðið“ þýska prinsinum að verða kóngur á Íslandi og talar síðan fullum fetum um að honum hafi verið „lofað“ konung- dæmi á Íslandi . Í auglýsingum var svo klifað á því að ut- an ríkisráðuneytið hefði neitað að afhenda við kvæm skjöl, en einu „skjölin“ sem um er að ræða eru bréf sem prinsinn kvaðst hafa skrifað íslenskum stjórnvöldum og augljóst að þar getur ekkert komið fram umfram það sem prinsinn hefur sagt annars staðar . Um mál þýska prinsins, ef mál skyldi kalla, er í raun ekki annað að segja en að Jóni Leifs tókst að koma þeirri flugu í höfuðið á þessum manni að hann væri kall- aður til konungdóms á Íslandi . Upp frá því lifði prinsinn í þeirri blekkingu að hann væri „konungsefni á Íslandi“ . Hann var aug sýni lega klikkaður – ekki ósvipað og mað ur nokkur sem kunnur var í Reykjavík á upp hafs árum 20 . aldar sem „þingmaður Bol vík inga“ . Sá var haldinn ein hverri pólitískri meinloku og kom jafnan inn á Ísafjörð á stjórn málafundi á sýslu- manns árum Hann esar Haf steins til að láta í sér heyra . Ein hverju sinni sagði Hannes við hann í gamni: – Ja, þú ert nú eiginlega þingmaður Bol- víkinga! Með það fór karlinn til Reykjavíkur . – Ég á að vera hérna við þingið, sagði hann, Hannes Hafstein segir að ég sé þing- maður Bol vík inga!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.