Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 88
86 Þjóðmál VOR 2010
Lýsingar Lewis eru svo ljóslifandi á köfl-um, að lesandinn spyr sig að því, hvort
hann hafi ekki upplifað þetta sjálfur . Skynj-
að það ofboðslega iðnaðarafl sem er að baki
stríðsrekstrinum . Fundið nályktina úr upp-
sprengdum kirkjugörðunum í Fland ers,
heyrt til hundrað flugvélahreyfla, heyrt
vélbyssuskothríðina í hringleikahúsi Richt-
hof ens og fallbyssugnýinn sem heyrðist
frá Frakklandi til Englands á kyrrum
kvöldum . Hafi kannski séð leitarljósin á
nætur himninum yfir London, hafi hugsan-
lega fundið þessa lykt af útblæstri hund-
rað hreyfla og heyrt drunurnar, angan
blóm anna og gróðursins við ána Somme,
heyrt tónlistina á dansleikjunum, fundið
ilmvatnslyktina . . . ?
Allt þetta er svo fyrir örstuttu síðan .
Svo ótrúlega lítið hefur borgarbragurinn í
London breyst síðan 1917 . Og manneskjan
sjálf ekki hætishót . Aðeins himinninn
er jafnfagur og forðum og ber engin
ummerki átakanna sem eru enn sjáanleg
á yfirborði jarðar og milljónir heimsækja
á hverju ári .
Gestur sem heimsækir Verdun í Frakk-
landi getur séð gataðar hauskúpur og leggi
af tvöhundruðþúsund manns í gryfjum
undir gleri í kjallara dómkirkjunnar sem
byggð var yfir vígvöllinn . Þarna kom seinni
heimstyrjöldin ekki, þarna er aðeins minn-
ingin um stóra stríðið sem þarna stóð .
Lewis var einn þeirra heppnu sem lifðu til
að segja frá því . Á Google Earth getur maður
séð gíginn við LaBoiselle við Fricourt sem
Lewis sér verða til 1 . júlí 1916 .
Lewis fer til Kína að hildarleiknum
loknum með það tvennt sem styrjöldin
leyfði honum að halda – flugkunnáttuna
og líftóruna . Lýsingar hans á Kína koma á
óvart . Hann kynnist landi og þjóð og sér
margt sem öðrum yfirsést . Í bókarlok hefur
lesandinn kynnst hugsandi manni með
næma sál .
Bókin Sagittaríus rísandi er skrifuð árið 1936 í niðursveiflu í lífi Lewis . Hún hef-
ur stöðugt verið endurútgefin síðan og verið
þýdd á allmörg tungumál . Höfund urinn sér
fyrir næstu heimstyrjöld og fleiri styrjaldir,
stofnun Sameinuðu þjóðanna, NATO og
Evrópubandalagsins . Hann gerir sér grein
fyrir að grimmd mannsins eru engin takmörk
sett þegar hann horfir á eiturgasmekkina
leggja yfir skotgrafirnar í Flanders, þar sem
Adolf Hitler fékk líka sína bitru reynslu .
Hann gerir sér grein fyrir því að flugmenn
framtíðarherja berjist ekki riddaralega við
aðra flugmenn eins og hann þekkti það
heldur verði viljalausir morðingjar kvenna og
barna . Hann sér fyrir að engar varnir muni
duga gegn hernaði úr lofti . Hann trúir ekki
á Guð, heldur að mann kynið muni einhvern
tímann læra af reynsl unni .
Cecil A . Lewis varð einkavinur Georgs
Bernard Shaw og hlaut Óskarsverðlaunin
fyrir kvikmyndahandrit sitt að My Fair Lady
1938, sem er byggt á leikritinu Pygmalion
eftir Shaw .
Shaw lýsti Lewis þannig: „Hugsuður,
herra orðanna og heilmikið ljóðskáld .“
Lewis var einn af stofnendum BBC 1921
og fyrirlesari þar fram yfir nírætt . Hann gekk
aftur í RAF 1940 og flaug fyrir gamla kóng
sinn og föðurland allt stríðið á enda, 1945,
alls fimmtíu og þremur flugvélategundum
í meira en þúsund flugstundir . Níutíu og
fjögurra ára gamall lenti hann Tiger Moth
í 15 hnúta þvervindi óaðfinnanlega . Hann
lést í London 1997 .
Heilræði hans voru: „Þú skalt lifa hátíð lega,
höfðinglega, hættulega . Öryggið aft ast!“
Að því leyti virðist hann deila skapi
með Alexander mikla, sem sagði í ræðunni
sem hann hélt yfir hermönnunum sem
vildu ekki halda lengra inn í Indland, að
herförin sjálf væri tilgangur lífsins – ekki
hvort eitthvað áynnist með henni eða hvort
hermennirnir kæmust aftur heim .