Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 88

Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 88
86 Þjóðmál VOR 2010 Lýsingar Lewis eru svo ljóslifandi á köfl-um, að lesandinn spyr sig að því, hvort hann hafi ekki upplifað þetta sjálfur . Skynj- að það ofboðslega iðnaðarafl sem er að baki stríðsrekstrinum . Fundið nályktina úr upp- sprengdum kirkjugörðunum í Fland ers, heyrt til hundrað flugvélahreyfla, heyrt vélbyssuskothríðina í hringleikahúsi Richt- hof ens og fallbyssugnýinn sem heyrðist frá Frakklandi til Englands á kyrrum kvöldum . Hafi kannski séð leitarljósin á nætur himninum yfir London, hafi hugsan- lega fundið þessa lykt af útblæstri hund- rað hreyfla og heyrt drunurnar, angan blóm anna og gróðursins við ána Somme, heyrt tónlistina á dansleikjunum, fundið ilmvatnslyktina . . . ? Allt þetta er svo fyrir örstuttu síðan . Svo ótrúlega lítið hefur borgarbragurinn í London breyst síðan 1917 . Og manneskjan sjálf ekki hætishót . Aðeins himinninn er jafnfagur og forðum og ber engin ummerki átakanna sem eru enn sjáanleg á yfirborði jarðar og milljónir heimsækja á hverju ári . Gestur sem heimsækir Verdun í Frakk- landi getur séð gataðar hauskúpur og leggi af tvöhundruðþúsund manns í gryfjum undir gleri í kjallara dómkirkjunnar sem byggð var yfir vígvöllinn . Þarna kom seinni heimstyrjöldin ekki, þarna er aðeins minn- ingin um stóra stríðið sem þarna stóð . Lewis var einn þeirra heppnu sem lifðu til að segja frá því . Á Google Earth getur maður séð gíginn við LaBoiselle við Fricourt sem Lewis sér verða til 1 . júlí 1916 . Lewis fer til Kína að hildarleiknum loknum með það tvennt sem styrjöldin leyfði honum að halda – flugkunnáttuna og líftóruna . Lýsingar hans á Kína koma á óvart . Hann kynnist landi og þjóð og sér margt sem öðrum yfirsést . Í bókarlok hefur lesandinn kynnst hugsandi manni með næma sál . Bókin Sagittaríus rísandi er skrifuð árið 1936 í niðursveiflu í lífi Lewis . Hún hef- ur stöðugt verið endurútgefin síðan og verið þýdd á allmörg tungumál . Höfund urinn sér fyrir næstu heimstyrjöld og fleiri styrjaldir, stofnun Sameinuðu þjóðanna, NATO og Evrópubandalagsins . Hann gerir sér grein fyrir að grimmd mannsins eru engin takmörk sett þegar hann horfir á eiturgasmekkina leggja yfir skotgrafirnar í Flanders, þar sem Adolf Hitler fékk líka sína bitru reynslu . Hann gerir sér grein fyrir því að flugmenn framtíðarherja berjist ekki riddaralega við aðra flugmenn eins og hann þekkti það heldur verði viljalausir morðingjar kvenna og barna . Hann sér fyrir að engar varnir muni duga gegn hernaði úr lofti . Hann trúir ekki á Guð, heldur að mann kynið muni einhvern tímann læra af reynsl unni . Cecil A . Lewis varð einkavinur Georgs Bernard Shaw og hlaut Óskarsverðlaunin fyrir kvikmyndahandrit sitt að My Fair Lady 1938, sem er byggt á leikritinu Pygmalion eftir Shaw . Shaw lýsti Lewis þannig: „Hugsuður, herra orðanna og heilmikið ljóðskáld .“ Lewis var einn af stofnendum BBC 1921 og fyrirlesari þar fram yfir nírætt . Hann gekk aftur í RAF 1940 og flaug fyrir gamla kóng sinn og föðurland allt stríðið á enda, 1945, alls fimmtíu og þremur flugvélategundum í meira en þúsund flugstundir . Níutíu og fjögurra ára gamall lenti hann Tiger Moth í 15 hnúta þvervindi óaðfinnanlega . Hann lést í London 1997 . Heilræði hans voru: „Þú skalt lifa hátíð lega, höfðinglega, hættulega . Öryggið aft ast!“ Að því leyti virðist hann deila skapi með Alexander mikla, sem sagði í ræðunni sem hann hélt yfir hermönnunum sem vildu ekki halda lengra inn í Indland, að herförin sjálf væri tilgangur lífsins – ekki hvort eitthvað áynnist með henni eða hvort hermennirnir kæmust aftur heim .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.