Þjóðmál - 01.03.2010, Page 95

Þjóðmál - 01.03.2010, Page 95
 Þjóðmál VOR 2010 93 Auðvitað má hnýta í eitt og annað í bókinni, til að mynda er látið í það skína að annað stríðið í Tsjetsjeníu, sem kallað hefur verið stríð Pútíns, hafi verið alfarið á ábyrgð Rússa . Hið rétta er að eftir fyrra stríðið var Aslan Maskadov kosinn forseti í Tsjetsjeníu í harðri baráttu við Shamil Basajev . Í sárabætur var Basajev gerður að forsætisráðherra, en reyndist ófær um að gegna því hlutverki og hrökklaðist úr valda- stóli, hélt til fjalla og safnaði um sig víga- mönnum sem réðust á Dagestan þann 7 . ágúst 1999 . Þá var Pútín orðinn for- sæt isráðherra og fyrirskipaði hann harða stefnum gegn uppreisnarmönnum . Þó svo frásagnir Önnu Politkovskaju séu sannleikanum samkvæmar í öllum megin atriðum, þá er ekki þar með sagt að álykt anir hennar séu réttar . Meg inkenning Önnu er að allt illt í Rúss landi sé þeim skugga lega KGB-manni Vladimir Pútín að kenna, hann beri ábyrgð á óréttlætinu, eftir höfðinu dansi limirnir, þess vegna heitir bókin um þessa hroðalegu atburði Rússland Pútins . Þessi kenning geng- ur svo langt að henni ofbýður sjálfri og sér sig tilknúna að helga heilan kafla þessari spurningu (bls . 244): „Ég hef mikið velt því fyrir mér hvers vegna ég hef svo illan bifur á Pútín“ . Hvergi í bókinni og ekki heldur í þessum kafla tilfærir hún stafkrók um stefnu eða hug myndir Pútíns, sem hafði nýlega unnið kosningar með 70% fylgi þegar bókin kom út . Staðreyndin er hins vegar sú, að Pútín var nemandi Anatolií Sobtsjak í lagadeild há- skólans í Leningrad, en Sobtsjak var einn af helstu baráttumönnum fyrir eflingu réttarríkisins í Rússlandi og var aðal höf und- ur þeirrar stjórnarskrár sem nú gildir, samin í nánu samstarfi við Éltsín og Andrei Sakharov . Nokkrum árum síðar var Dmitrí Medvédev núverandi forseti einnig nemandi Sobtsjak . Þessir tveir, Pútín og ekki síður Medvédev, eru hörðustu baráttumenn fyrir réttarríkinu og gegn spillingunni, sem er ærin í ríki þeirra . Hugsanlega hafa þessir nemendur Sobtsjak lagt meiri áherslu á réttarríkið og baráttu gegn spillingu en lýðræði og mannréttindi . Vel mátti Anna Politkovskaja gagnrýna það, en sú kenning að allt illt sé frá Pútín komið er einfaldlega ekki rétt . Á kápusíðu segir að enn hafi engir verið dæmdir vegna morðsins á Önnu Polit kov- skaju . Þetta er ekki rétt, þrír Tsjetsjen ar voru dæmdir fyrir morðið, sennilega liðsmenn Ramsan Kadirov forseta Tsjetsjeníu, en þeir voru sýknaðir af hæstarétti Rússlands vegna skorts á sönnunum . Málið hefur verið tekið upp aftur . Á heimasíðu „Committee to Protect Journalists“ er ágætt yfirlit um blaða menn sem hafa látið lífið vegna starfa sinna á tímabilinu 1992–2010 . Er Rúss- land þar í fjórða sæti hvað fjölda snertir, en þessi manndráp má yfirleitt rekja til hryðju- verkamanna, glæpahópa, glæpahópa innan hersins eða spilltra héraðsstjóra á borð við Ramsan Kadirov . Sannkallað stórvirki Niall Ferguson: Peningarnir sigra heiminn. Fjármálasaga veraldarinnar. Elín Guðmundsdóttir þýddi . Bókafélagið Ugla, Reykjavík 2009, 361 bls . Eftir Heiðar Guðjónsson Nú, þegar hagfræði hefur gjaldfallið í takt við fjármálamarkaði er frískandi að heyra ný sjónarmið . Sagnfræðingar verða

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.