Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 96

Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 96
94 Þjóðmál VOR 2010 fyrstir til að segja að ekkert sé nýtt und ir sólinni og því eru söguleg sjónarmið, sem hafa verið geymd eða gleymd í einhvern tíma, kærkomin . Peningarnir sigra heiminn eftir sagnfræðiprófessorinn Niall Ferguson er mögn uð yfirferð um sögu peninga og fjár mála markaða; yfirferð sem er minnistæð vegna skemmtilegra skírskotana og athyglis verðra dæma úr sögunni . Fæstir hafa velt því fyrir sér hvað peningar eru . Meira að segja hagfræðingar hafa gefið peningum furðu lítinn gaum . Miðað við að peningar eru mest notaða mælieining í alþjóðlegu samfélagi er sérkennilegt að um þá skuli ekki meira fjallað . Það þykir t .d . sjálfsagt í grunnskólum að kenna nemendum að jörðin sé ekki miðja sólkerfisins, sem fæstir jarðarbúar átta sig á af sjálfsdáðum, en ekkert er kennt um gangverk fjármála og þá sérstaklega peninga, sem er forsenda skilnings á viðskiptalífinu, sem allir taka þátt í . Saga peninga nær langt aftur fyrir Krists burð eins og bókin lýsir, en það peninga kerfi sem flestir kannast við er ekki gamalt . Þannig var sænski seðlabankinn, hinn fyrsti sem starfaði nokkurn veginn eins og seðlabankar eru í dag, stofnaður fyrir 350 árum . Peningakerfið hélst síðan á gullfæti, fyrir utan stríðstíma þegar verðgildi var aftengt gulli en þegar friður komst á jafnan tengt aftur, allt fram til Bretton Woods-myntsamstarfsins árið 1944, en sama ár eru AGS og Alþjóðabankinn stofnaðir til að vinna gegn veikleikum fyrir- komulagsins . Við það samkomulag, sem Keynes var höfuðarkitektinn að, urðu allir gjaldmiðlar tengdir amerískum dollar, sem aftur var á gullfæti . Bretton Woods-sam- komulagið sprakk árið 1971, eftir mikla skulda söfnun ríkja, og því hefur núverandi peninga fyrirkomulag einungis verið við lýði í nokkra áratugi . Ólíkt mörgum hagfræðingum er Fergu- son ekki í neinu sérstöku trúboði . Hann er laus við kreddur og reynir á upplýsandi hátt að fræða lesendur um kosti og galla peninga og þeirra mismunandi kerfa . Gárungar hafa sagt að hagfræðingar séu góðir að spá þróun, allri þróun nema fram tíðarþróun . Með lærdóma sög unn ar í huga var Ferguson mun for spárri en nóbels- verð launahafar í hagfræði um núverandi ástand . Ferguson gefur út bók sína árið 2008 en hafði þá í ræðu og riti um tveggja ára skeið varað við afleiðingum óhófl egr ar peningaprentunar . Ferguson er ekki í neinum fílabeinsturni, ekki fastur í stærð fræðiformúlum, heldur treystir á dómgreind sína og heilbrigða skynsemi . Einnig er hann manna upplýstastur um það að saga mannkyns er saga af sveiflum . Þeir sem telja sig geta stýrt hagkerfinu í gegn- um öldudali sveiflna hafa jafnan beðið skipbrot . Ferguson hefur nýverið staðið í mjög athyglisverðri ritdeilu við næstsíðasta nób- els verðlaunahafa í hagfræði, Paul Krugman . Upphaf deilunnar var þróun langtímavaxta en Ferguson heldur því fram að aukinn fjárlagahalli hækki vexti á markaði, því ríkið sogi til sín allt fjármagn og tefji því hagvöxt . En Krugman telur að í samdrætti þurfi ríkið að grípa inn í og slakinn í hag- kerfinu leyfi slíkt án áhrifa á vexti . Þó að þetta kunni að hljóma sem léttvæg deila, þá er hún óskaplega mikilvæg . Ef Ferguson hefur rétt fyrir sér getur komið langvinnt alþjóðlegt samdráttarskeið er vextir hækka og mikill niðurskurður ríkisútgjalda er nauð synlegur . Inngrip ríkisins, sem áttu að hjálpa hagkerfinu, hafa þá snúist upp í and hverfu sína . Bókin er sannkallað stórvirki . Sjaldan hefur jafn mikil saga verið sögð á jafn skýr-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.