Þjóðmál - 01.03.2010, Side 97
Þjóðmál VOR 2010 95
an og skemmtilegan hátt . Bókin er að gengi-
leg og hentar jafn vel áhugasömum ung-
ling um og fræðimönnum . Þýðing Elínar
Guðmundsdóttur er mjög læsileg . Fyrir
þá sem ekki vilja eða nenna að lesa bókina
má geta þess að Ferguson gerði frábæra
sjónvarpsþætti, fjóra talsins, samhliða
samn ingu bókarinnar . Þar er ferðast um
sögu slóðir og helstu atriði bókarinnar
kynnt . Þættirnir unnu Emmy-verðlaun
2009 í flokki heimildarmynda . Bókin tek-
ur samt þáttunum fram .
Viðvörun gegn
stalínisma
Simon Sebag Montefiore: Stalín ungi, Elín
Guðmundsdóttir þýddi, Skrudda, Reykjavík,
2009, 458 bls .
Eftir Björn Bjarnason
Hér var nýlega rússneskur fræðimaður, dr . Tatyana Parkhalina . Hún flutti erindi
á vegum Samtaka um vestræna samvinnu
og alþjóðamál, Varðbergs og Alþjóða mála-
stofnunar Háskóla Íslands . Dr . Parkhalina er
sannfærð um, að Rússar muni halla sér enn
frekar í vestur á komandi árum af ótta við
Kínverja í austri og „hryðjuverkaríki“ í suðri .
Þótt Rússar leggi ekki NATO hernaðarlegt
lið í Afganistan, vegna þess að þeir hafi ekki
náð sér eftir að hafa tapað stríði þar, sé þeim
mikið í mun, að takist að hemja öfgaöfl þar
og annars staðar meðal múslíma .
Þegar dr . Parkhalina sagði frá ástandinu
í Rússlandi, hafði hún á orði, að meðal
ungs fólks gætti vax andi aðdáunar á Jósep
Stalín . Þetta væri ógnvekjandi þróun og
sýndi aðeins, að í Rússlandi hefði mönn-
um mistekist að miðla sögulegum sannleika
til yngri kynslóðarinnar . Hún teldi Stalín
fyr ir mynd hins sterka manns, sem Rússar
þörfn uðust til að öðlast virðingu umheims-
ins . Það væri í raun dýpsta þrá Rússa að vera
mikils metnir út á við . Þeim væri skipað á
bekk með stórþjóðum . Þess vegna væri til
dæmis haldið úti sprengjuflugvélum, sem
flygju út á Norður-Atlantshaf og umhverfis
Ísland . Ungir Rússar teldu miklu skipta, að
hernaðarvél lands þeirra væri sem öflugust í
anda Stalíns og yrðu undrandi, þegar vakið
væri máls á því, að efnahagur Rússlands gæti
ekki í senn tryggt íbúunum mannsæmandi
lífskjör og staðið undir þróun og smíði
hátæknilegs herbúnaðar .
Ég spurði dr . Parkhalinu, hvort bækur
á borð við Stalín unga væru þekktar í
Rússlandi og hvort það hefði ekki áhrif á
fólk þar, ungt og gamalt, að kynnast því
hvílík óhemja og glæpamað ur Stalín hefði
verið allt frá ungum aldri . Hún virtist ekki
þekkja bókina, og það kom mér á óvart, en
sagði, að auðvitað vissu allir Rússar, sem
vildu vita, hvaða mann Stal ín hefði haft
að geyma . Þeim þætti ill mennska hans þó
skipta minna máli en blekk ingin um, að
Rússland gæti ekki orðið stór veldi án hins
sterka manns .
Bókin Stalín ungi eftir Simon Sebag
Montefiore kom fyrst út í Kanada
2007 og er mikill fengur að því, að Elín
Guðmundsdóttir hefur þýtt hana á íslensku .
Að sögn höfundar er bókin afrakstur nærri
tíu ára rannsókna á Stalín . Hún lýsir lífi
Stalíns áður en hann komst til valda og
fram til þess að hann settist í ríkisstjórn
eftir byltinguna 1917 . Árið 2004 sendi
Montefiore frá sér bókina Stalin: the Court
of the Red Tsar, sem er um Stalín á valdastóli
fram að andláti hans árið 1953 .
Í Stalín unga er þess nokkrum sinnum
getið, að frekari frásagnir af því, sem á er
minnst, sé að finna í bókinni um hirð hins
rauða zars eða Rússakeisara . Bækurnar
eru þó hvor um sig sjálfstæð verk af hálfu