Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 98

Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 98
96 Þjóðmál VOR 2010 höfundar . Væri fengur að því, ef bókin um valdatíma Stalíns yrði einnig til á íslensku, svo að kynnast mætti heildarmynd af hinum grimma harðstjóra á okkar tungu . Í inngangi Stalíns unga spyr höfundur: Hvers konar tilfinningalegur skortur í uppeldi Stalíns varð til þess að hann átti svo auðvelt með að drepa? Hvaða eiginleikar bjuggu hann jafnframt undir að verða stjórnmálamaður? Voru það örlög mannsins sem var skósmiðssonur, prestaskólanemi og hugsjónamaður árið 1878, stigamaður árið 1907 og gleymdur veiðimaður í Síberíu árið 1914, að verða öfgafulli marxíski fjöldamorðinginn sem við sáum á fjórða áratugnum og maðurinn sem hertók Berlín árið 1945 . Í bók sinni leitar Montefiore svara við þess- um spurningum . Í þann mund, sem ég var að ganga frá þessari umsögn, hlýddi ég á fyrirlestur Nönnu Briem, geðlæknis, um siðblindu . Þar veltu menn því fyrir sér, hvaða aðstæður gerðu einstakling siðblindan . Stalín unga má líta á sem kennskubók um þetta efni . Enginn vafi er á því, að Stalín var siðblindur (síkkópat) . Honum var sama um allt og alla nema sjálfan sig . Hann sveifst einskis til að ná sínu fram . Montefiore leiðir lesandann áfram í frá- sögn, sem byggist á áður þekktum heim ild- um en einnig nýjum . Þetta er sagnfræði legt verk, sneisafullt af staðreyndum . Frásögn in verður stundum dálítið stuttaraleg, eins og markvisst hafi verið unnið að því að koma meginmálinu fyrir á 400 þéttskrifuðum blaðsíðum . Ítarleg grein er gerð fyrir heimildum, myndir og kort eru í bókinni auk nafnaskrár . Þá eru einnig birtar sérstakar skrár til að auð velda lesandanum að átta sig á öllum þeim aragrúa af persónum, sem kemur við sögu . Það hefur ekki verið áhlaupaverk að snúa þessum knappa, en langa og flókna texta á íslensku . Elínu hefur tekist það prýðilega . Íslenski textinn fellur vel að verkinu . Að mínu mati er of lítið um, að á íslensku birtist bækur á borð við þessa, sem eru til þess fallnar að skýra ýmsa grundvallarþætti samtímans . Er því fagnaðarefni, að Skrudda skuli hafa ráðist í þessa útgáfu . Kynni af ævi Stalíns vekja enn og aftur spurninguna um, hvernig í ósköpunum standi á því, að aðdáun á honum fái að dafna í Rússlandi samtímans, en hinir, sem vilja halda minningu Hitlers, annars siðblinds einræðisherra, á loft, séu úthrópaðir . Meira að segja hér á okkar landi eru eða voru til skamms tíma til menn, sem hikuðu ekki við að bera lof á Stalín og telja hann meðal stór menna sögunnar . Bókin Stalín ungi eykur skilning okkar á gildi lýðræðis til að koma í veg fyrir, að siðblindir menn brjótist til valda í krafti fagurgala, sem á ekki við nein rök að styðjast . Í Lenín hitti Stalín valdasjúkan vopnabróður . Illur hlutur Leníns er af sumum fegraður á kostnað Stalíns . Stalín ungi sýnir, að slíkt er haldlítið, þegar grannt er skoðað . Þeir voru á sama báti og svifust einskis til að koma ár sinni fyrir borð og ná pólitískum undirtökum . Í því felst mikil þverstæða, ef Rússar vilja halla sér í vestur á sama tíma og Stalínsdýrk- un er að aukast meðal yngri kynslóðarinnar í Rússlandi . Varla er svo komið fyrir Vestur- löndum, að endurbornum stalínistum verði þar fagnað sem bandamönnum . Grafi stalín- ismi um sig í Rússlandi, verður það aðeins landinu til einangrunar og til að auka hroka og yfirgangssemi Kremlverja .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.