Þjóðmál - 01.06.2011, Side 5

Þjóðmál - 01.06.2011, Side 5
Ritstjóraspjall Sumar 2011 _____________ Bók Björns Bjarnasonar, Rosabaugur yfir Íslandi, hefur fengið góðar viðtökur . Bókin fór strax í efsta sæti metsölulista Eym unds son og seldist upp hjá útgefanda á innan við þremur vikum . Fróðlegt verð­ ur að sjá hvernig henni farnast þegar ný prentun kem ur á markað . Bók Björns er geysimikil­ væg heimild . Margir hafa hag af því að þegja Baugs­ mál ið í hel . Þeir vilja ekki að fylgispekt þeirra við hið spillta auðvald og heimskuleg um­ mæli séu rifj uð upp . Flestir þeirra hafa reyndar látið lítið fyrir sér fara eftir út komu bókarinnar . Sumir skammast sín vafalaust undir niðri fyrir framgöngu sína, þótt þeir láti á engu bera út á við . En það eru ekki allir þeirrar gerðar . Sumir kunna alls ekki að skammast sín . Og þeir forhertustu halda áfram að þenja sig — eins og ekkert hafi í skorist . Óhætt er að kalla tímabilið frá því um 2002 til hruns bankanna haustið 2008 Baugs tímann í sögu Íslendinga . Þá tókst stór fyrirtækið Baugur á við ríkisvaldið í land inu og hafði tímabundinn sigur í krafti auðs síns og fjölmiðlaveldis . Með linnulausum áróðri stýrðu Baugsmiðlarnir almennings álit inu — og svo fór að ístöðu­ litlir dóm ar ar lutu því . Dómarnir í Baugs­ mál inu munu lengi í minnum hafðir, ekki síður en fram ganga margra lögfræðinga, stjórn mála manna og „blaðamanna“ . Bók Björns er fyrst og fremst læsilegt yfir lits rit um gang mála . Höf und urinn heldur sig að mestu til hlés og leyfir lesandanum að draga sínar ályktanir . Þótt ekki sé langt um liðið koma þær staðreyndir sem dregnar eru fram í bókinni eflaust mörgum á óvart . Við erum fljót að gleyma þótt við teljum okkur fylgjast vel með fréttaflutningi . Auk þessa sjáum við margt í öðru ljósi eftir fall bankanna . Baugs­ veldið var spilaborg og flestu heiðvirðu fólki of býður nú hrokinn og yfirgangurinn sem forvígis menn þess hafa sýnt og sýna enn . Margt væri hægt að segja um lands­mál in — óstjórnina sem ríkir í land inu, Icesave­lygarnar, haftapólitík ina, valda græðgi stjórnarflokkanna, hin maka­ lausu svik Vinstri grænna við stefnu sína, heimsku legar og stór skað legar tilraunir til breytinga á fisk veiði stjórn unar kerfinu, vinstri slag síð una á ríkis fjöl miðlunum, bjána ganginn allan í borg ar s tjórn Reykja ­ Þjóðmál SUmAR 2011 3

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.