Þjóðmál - 01.06.2011, Side 11

Þjóðmál - 01.06.2011, Side 11
 Þjóðmál SUmAR 2011 9 högg að sækja enda telja margir að þeir fylgi allt annarri stefnu en lögð var til grundvallar í kosningunum í apríl 2009 . Jóhanna vill einnig skapa formleg tengsl við þá innan Sjálfstæðisflokksins sem kalla sig Sjálfstæða Evrópusinna . Fyrir kosn­ ing arnar 25 . apríl 2009 hófu þeir aug lýs­ ingaherferð undir merkjum sam mala .is þar sem þeir stilltu sér upp á mynd um með þjóðkunnum andstæðingum Sjálf stæðis­ flokksins . Markmiðið var að vinna aðild Íslands að Evrópusambandinu fylgi . ESB­ aðildarsinnar urðu illilega undir á lands­ fundi Sjálfstæðisflokksins í mars 2009 og lýstu þá fáeinir þeirra stuðningi við Sam­ fylkinguna eða áformum um að stofna nýjan flokk . Allt þetta brölt ESB­aðildarsinna veikti stöðu Sjálfstæðisflokksins á lokastigum erfiðrar kosningabaráttu í apríl 2009 . Þor­ steinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálf­ stæðisflokksins, er annarrar skoðunar . Hann segir í svonefndu laugardagsviðtali við Björn Inga Hrafnsson á Eyjunni 28 . maí: Allir sem til þekkja vita að þátttaka margra þekktra sjálfstæðismanna í þessari aðgerð fékk fjölda Evrópusinnaðra kjósenda til að treysta því að flokkurinn myndi taka á þessum málum af yfirvegun . Þetta stöðvaði meira atkvæðatap en ella hefði orðið . Þessi ummæli Þorsteins birtust daginn áður en Jóhanna biðlaði til hans og annarra ESB­aðildarsinna í Sjálfstæðisflokknum . Bónorðið var borið undir Þorstein sunnudaginn 29 . maí . Hann hafnaði því þar sem Jóhanna hefði leitt Samfylkinguna of langt til vinstri . III . Orð Jóhönnu Sigurðardóttur um að Samfylkingin sé til þess búin að skipta um nafn og númer megi það verða til þess að ná til fleiri sem aðhyllast ESB­aðild er ekki til marks um mikla trú á meirihluta stjórnarinnar á alþingi . Þau lýsa einnig pólitísku kaldlyndi og hentistefnu . Jóhanna hefur verið í þremur flokkum: Alþýðuflokknum, Þjóðvaka, sem hún stofnaði af því að hún fékk ekki sitt fram innan Alþýðuflokksins, og nú Samfylkingunni . Hún veit sem er að Sam­ fylkingin er ekki annað en bandalag um völd og áhrif . Samfylkingin er flokkur án hugmyndafræðilegrar eða sögulegar kjölfestu . Að breyta um nafn á flokknum í þágu meiri valda veldur Jóhönnu ekki neinum vandræðum . Steingrímur J . Sigfússon stofnaði Vinstri­ hreyfinguna — grænt framboð (VG) í kringum sjálfan sig 6 . febrúar 1999 í þeim tilgangi að sameina vinstrisinna og nátt úruverndarsinna í einn flokk fyrir kosningarnar sem fram fóru 8 . maí 1999 . Steingrímur J . vildi ekki standa að Sam­ fylkingunni sem bauð fram í fyrsta sinn í þessum kosningum og varð að formlegum flokki árið 2000 . Eftir að Steingrímur J . settist í ríkisstjórn 1 . febrúar 2009 að lokinni tæplega 20 ára eyðimerkurgöngu í stjórnarandstöðu braut hann allar brýr að baki sér sé litið til stefnunnar sem hann boðaði í stjórn­ arandstöðu . Því til staðfestingar skal hér aðeins staldrað við utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar . Skýrasta u­beygja Steingríms J . birtist í samningi hans við Samfylkinguna um að sótt skyldi um aðild að Evrópusambandinu . Því næst fór hann alfarið gegn stefnunni sem hann hafði boðað fyrir kosningar í Icesave­ málinu . Á hans ábyrgð voru gerðir þrír Icesave­samningar . Þeim var öllum hafnað, þar af tveimur í þjóðaratkvæðagreiðslu . Loks hefur hann setið í ríkisstjórn sem stendur að nýrri grunnstefnu NATO, samþykkir

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.