Þjóðmál - 01.06.2011, Page 16

Þjóðmál - 01.06.2011, Page 16
14 Þjóðmál SUmAR 2011 Jón Sigurðsson og Ingibjörg Ein ars ­ dóttir bjuggu alla sína bú skap ar tíð í Kaup manna ­ höfn . Ingi björg flutti til borgar­ innar með Jóni eftir að þau gift­ ust haustið 1845 og þar héldu þau ætíð heimili sitt . Þó að hugur þeirra hafi oft leit að til Íslands þá kunnu þau vel við sig í hinni ört vaxandi borg við Eyr ar sund . Hjón­ in sömdu sig að borg ara legum lífs hátt um . Ingibjörg varð borg ar dama og Jón spókaði sig á götum Hafnar á hverjum degi, óað ­ finn an lega til fara með vel burstaðan pípu­ hatt á höfði . Fjölskyldan var einn af hornsteinum borg aralífs á 19 . öld . Fjölskyldulíf á borg­ ara heimilum var gjarnan innihaldsríkt og menn ing í ýmsum myndum var mikil væg ur hluti þess . Fólk las dagblöð og vinsælar bók­ menntir til þess að geta tekið þátt í um ræð­ unni . Leikhúsferðir voru ekki síður mikil­ vægar til að vera viðræðuhæfur meðal ann arra borg ara . Kaup manna hafn ar búar voru marg ir með fasta dag skrá og til tek in kvöld tekin frá fyrir leik hús ­ ferð ir . Det gamle teater, sem stóð á Kong ens Ny­ torv, var aða l ­ leik hús til 1874 þegar Kon ung ­ lega leik hús ið var opnað . Það var þunga miðja menn ­ ing ar lífsins í borg inni . Þar voru sýnd klassísk leikverk en í leik hús­ un um Casino og Folketeatret voru léttari verk sýnd . Jón og Ingibjörg fóru eins og aðrir borg­ arar á leiksýningar . Greinilegt er að Ingibjörg naut þess mjög . Jón Guðmundsson ritstjóri spurði nafna sinn að því eitt sinn hvort Ingibjörg myndi ekki fylgja honum í leikhús en það virðist hún hafa gert reglulega . Af máli hans má ráða að stundum hafi Ingibjörg farið oftar en einu sinni á sömu sýninguna: „Heilsaðu frú Ingib . frá mér kærl . og spurðu hana hvort engi vegr sé að hún og frú Lovisa fari með mér annað kvöld að sjá Bertran de Born, einkum hafi þær ekki séð áðr .“1 1 Jón Guðmundsson, Bréf til Jóns Sigurðssonar forseta Margrét Gunnarsdóttir Dagar í lífi Jóns og Ingibjargar

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.