Þjóðmál - 01.06.2011, Page 22

Þjóðmál - 01.06.2011, Page 22
20 Þjóðmál SUmAR 2011 SOVÉT-ÍSLAND ÓSKALANDIÐ Aðdragandi byltingar sem aldrei varð Kommúnistaflokkur Íslands var deild í heims- byltingarsambandinu Komintern í Moskvu. Yfir- lýst markmið flokksins var: Bylting og stofnun Sovét-Íslands. Í þessari mögnuðu bók dregur Þór Whitehead í fyrsta sinn upp heildarmynd af undirbúningi flokksins að byltingu í landinu. • Byltingarbaráttan leiddi af sér gróft ofbeldi og fjöldi manns slasaðist, sumir varanlega. • Tugir valdra flokksmanna lærðu m.a. hernað og neðanjarðarstarfsemi í leynilegum byltingarskólum í Moskvu. • Flokkurinn kom sér upp bardagaliði, sem sigraðist á lögreglunni í Gúttóslagnum og átti að leiða byltinguna. • Njósnir og undirheimar Kominterns og sovésku leyniþjónustunnar náðu til Íslands. Geysimikil rannsókn býr að baki bókinni. Nýju ljósi er brugðið yfir byltingarstarf kommúnista og mestu átakatíma í sögu Íslands. Þór Whitehead hefur aflað sér vinsælda lesenda með styrjaldarbókum sínum. Verk hans hafa hlotið einróma lof fræðimanna fyrir vönduð vinnubrögð og yfirgripsmiklar rannsóknir. Þessi bók sver sig í ætt við fyrri bækur Þórs. Frásögnin er grípandi og örlög einstaklinga tvinnuð saman við meginþráðinn. Þór hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 1995.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.