Þjóðmál - 01.06.2011, Page 31
Þjóðmál SUmAR 2011 29
blaðið, Ríkisútvarpið og Sjónvarpið) var
yfirþyrmandi slagsíða á fréttaflutningi af
frumvarpinu . Tilburðir þeirra miðla sem
ekki voru í eigu Baugs til að fjalla á hlut
lægan og sanngjarnan hátt um fjölmiðla
frumvarpið voru kaffærðir í einsleitum mál
flutn ingi Baugsmiðla .
Róbert Marshall, fréttamaður á Stöð 2
og formaður Blaðamannafélagsins og síðar
þingmaður Samfylkingar, skrifaði tölvupóst
14 . maí til blaðamanna og sagði fjöl miðla
frumvarpið „fantafrumvarp“ . Hann bað
blaða menn að safna undirskriftum til að
mót mæla frumvarpinu . „Við höfum tíma
á meðan stjórnarandstaðan heldur uppi
mál þófi . Sendið tölvupóst á ALLA sem þið
þekkið, hringið í fjarskylda ættingja úti á
landi sem þið hafið ekki heyrt í í sjö ár . Nú
er tíminn til að endurnýja kynnin . Fáið fólk
til að skrifa nafn og kennitölu á áskorun .is
Sé fólk fylgjandi frumvarpinu, fáið það samt
til að skrifa undir sem persónulegan greiða
við ykkur . Mætið í vinnuna á morgun og á
sunnudag eða sitjið við tölvuna heima við,
hringið, djöflist, látið öllum illum látum,
söfnum þessum undirskriftum, fáum þess
um ólögum hrundið . . .“
Móðursýkin, sem Róbert og félagar hans
á Baugsmiðlum pískuðu upp í samfélaginu,
greip þá sjálfa heljartökum . Orð Róberts
um að blaðamenn ættu að fá fólk til að
breyta gegn betri vitund sýnir hversu langt
var seilst og að engu skyldi eirt í baráttunni
fyrir hagsmunum Baugs .
Eins og fram kemur í tölvupósti Róberts
var náin samvinna með vinstriflokkunum og
Baugs miðlum í andófinu gegn fjöl miðla frum
varpinu . Stjórnarandstaðan sá sér leik á borði
og vildi tryggja sér velvild öflugasta fjöl miðla
fyrirtækis landsins . Í kaupbæti var hægt að gera
sér vonir um að ríkisstjórnin yrði felld .
Með samræmdum málflutningi Baugs
miðla og vinstriflokkanna tókst að draga
upp þá mynd að frumvarpið væri einkamál
Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og að
eng in ástæða væri til að stemma stigu við
valdasam þjöppun fjölmiðla . Það hrikti í
stjórnar s amstarfi Sjálfstæðisflokks og Fram
sókn ar flokks, m .a . vegna þess að Krist inn
H . Gunn ars son, þingmaður Fram sókn ar
flokks ins, notaði málið til að skapa sér sér
stöðu í þing flokknum . Baugs miðlar launuðu
Kristni greið ann með við hafnarviðtölum . Í
bókinni rek ur Björn nokkur dæmi um hálf
velgju for manns Framsóknarflokksins gagn
vart Baugsveldinu .
Ef ekki hefði verið fyrir viðbrögð stjórnar and stöðunnar á Alþingi hefðu ýfi ng
ar Baugs miðla verið stormur í vatnsglasi .
Þing flokkar Samfylkingar og Vinstri
grænna höfðu báðir gefið til kynna að þeir
væru hlynntir lagasetningu til að bregðast
við valdasamþjöppun á fjölmiðla mark aði .
Þegar á hólminn var komið kusu flokk arnir
að fylkja sér að baki Baugs miðlum . Vinstri
flokkarnir á þingi gáfu hags muna baráttu
nýauðvaldsins lögmæti og pólitíska þyngd
sem það annars hefði ekki haft . Vinstri
flokk arnir mögnuðu upp draug sem óx
saman lögðu ríkisvaldinu yfir höfuð með
þeim afleiðingum að auðræðinu héldu
engin bönd .
Þrátt fyrir hatramma andstöðu var frum
varpið samþykkt á Alþingi . Þá kom Baugi
til aðstoðar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
lýðveldisins, sem 2 . júní 2004 tilkynnti að
hann myndi ekki staðfesta fjölmiðlafrum
varpið . Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni beitti
forsetinn neitunarvaldi . Fyrrum formaður
Alþýðubandalagsins og ákafur gagnrýnandi
auðræðis á yngri árum gekk fram fyrir
skjöldu og tók hagsmuni auðhrings fram
yfir almannahagsmuni .
Í bók Björns eru tilgreind atvik sem án
efa ýttu undir ákefð Ólafs Ragnars að koma
höggi á Davíð Oddsson . Forsætisráðherra
efndi til ríkisráðsfundar í tengslum við