Þjóðmál - 01.06.2011, Side 38

Þjóðmál - 01.06.2011, Side 38
36 Þjóðmál SUmAR 2011 vegna bankahrunsins, voru réttar . Í dag talar fólk í Evrópu og Bandaríkjunum um ,,íslensku leiðina“, sem hafi verið farsæl­ asta leiðin og bestu viðbrögðin við banka­ hruninu . Allir arkitektar björgunaraðgerðanna sem leiddu til þess að farin var farsælasta leið­ in út úr bankahruninu voru flæmdir frá völdum eða úr embættum sínum með for­ mælingum af núverandi stjórnarherrum . Einn sætir pólitískri ákæru . Á valdatíma ríkisstjórnarinnar hefur þjóð­ in orðið af mögulegum hagvexti . Tap aðar tekjur fyrir ríkissjóð vegna þess nema yfir hundrað milljörðum . Þjóðin festist í fjötra hafta, skömmtunar og skattaáþjánar . Helsti talsmaður þessarar stefnu er fremsti pólitíski ákærandinn á hendur Geir H . Haarde . Staðreyndin er sú að eftirleikur banka­ hrunsins og manngerð mistök ríkis stjórnar Steingríms og Jóhönnu verða þjóðinni margfalt dýrari en beinn kostnaður vegna hruns bankanna . Núverandi ríkisstjórn hefur ekki leiðrétt skuldir heimila og fyrirtækja . Ríkisstjórnin færði erlendum vogunarsjóðum bankana á silfurfati með tryggum hagnaði . Ríkisstjórn­ in reyndi að binda Ísland á skuldaklafa með fráleitum Icesave­samningum . Ríkisstjórnin lánaði fjármálafyrirtæki, sem féll ári síðar, 26 milljarða . Ríkisstjórnin hefur látið eignir sparisjóðanna brenna upp í rúm tvö ár með aðgerðaleysi sínu . Ríkisstjórnin hefur flæmt burt erlenda fjárfesta, hækk að skatta og heykst á niðurskurði ríkis útgjalda . Raunveruleg sakaratriði á hendur fjár­ málaráðherra og forsætisráðherra hrannast upp á sama tíma og þau standa fyrir til­ hæfu lausum pólitískum ásökunum og of­ sókn um á hendur Geir H . Haarde . Saksóknari meirihluta þingmanna upplýsti 2 . júní sl . að hún ætlaði að opna vefsíðu til að fjalla opin berlega um framgang ákæru á hendur Geir H . Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra . Pólitíski sak­ sókn ar inn segist gera þetta af því að: „Almenningur hefur eðlilega mikinn áhuga á þess­ um blessuðu hrunsmálum öllum og þess vegna er rétt að veita upplýsingar um það hvað þarna er á ferð­ inni .“ Vefsíðan „glæpurinn hans Geirs“, hefur því göngu sína og er stýrt af pólitíska saksóknaranum sem ný­ lega hefur verið skipuð ríkissaksóknari . Vænta má að sama gildi þá um aðrar ákærur sem almenningur kann að hafa áhuga á, þannig að vefsíðan „hinn daglegi glæpur“ verði fastur liður í starfsemi embættis ríkissaksóknara í framtíðinni . Nútíma gapastokkur ákærðra . Ísland mun þá þokast nær réttarfari þeirra ríkja sem hafa saksóknara og dómstóla alþýðunnar, en þekkt ust þeirra í dag eru Íran og Norður­Kórea . Einhverra hluta vegna sýnist mér sem pólitíkin hafi borið Sigríði Friðjónsdóttur, pólitískan saksóknara meirihluta þingmanna og ríkissaksóknara, af leið löghyggjunnar, en inn á svið og hugsunarhátt al­ þýðudómstólanna og þeirra sjónarmiða sem valda því að þeir eru settir á fót . Sigríður Friðjónsdóttir virðist hafa gleymt ákvæð­ um 70 gr . stjórnarskrárinnar og 6 . gr . laga nr . 62/1994 um mannréttindasáttmála Evrópu . Pólitíski sak sókn­ arinn, sem einnig er ríkissaksóknari, ætti að hyggja að þeim grundvallaratriðum sem gilda um mannréttindi í réttarríkinu . Mér er nær að halda að það mundi valda embættis­ missi hjá öllum saksóknurum í nútíma réttarríkjum að tjá sig um stofnun sjálfstæðrar fréttaveitu um sakamál á þeim forsendum sem Sigríður J . Friðjónsdóttir segist ætla að gera það, í frétt í Morgunblaðinu á upp­ stigningardag . Hvað skyldi nú innanríkisráðherranum finnast um þetta? Hvar er nú umboðsmaður Alþingis? jonmagnusson.blog.is 2. júní 2011. Vefsíða pólitíska saksóknarans

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.