Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 59
Þjóðmál SUmAR 2011 57
neytt við vafasamar kringumstæður þar
sem neytendurnir geta illmögulega gert
sér grein fyrir hættueiginleikum efnanna .
Einnig er ljóst að fíkniefnasalar bera enga
skað semisábyrgð á hættueiginleikum efn
anna, ólíkt því sem gildir eftir atvikum um
þá sem selja löglega vöru . Fyrrgreind atriði
kunna að valda því að dauðsföll af völdum
ofskömmtunar eru algengari en ella . Má í
dæmaskyni nefna harmleik þann sem átti sér
stað þann 30 . apríl 2011 er ung stúlka lést af
völdum ofskömmtunar, líklega sökum þess
að hún innbyrti annað efni en hún taldi sig
vera að gera .17 Fjöldamörg önnur dæmi eru
á þennan veg .
Það er ef til vill einfaldast að segja að
þeir sem látast vegna neyslu fíkniefna séu
fórn ar lömb sinna eigin slæmu ákvarðana .
Í því er auðvitað fólginn ákveðinn sann
leikur, að minnsta kosti þegar um fullorðna
einstaklinga er að ræða . Undir engum
[sótt á vef 13 .5 .2011] .
17 Landlæknir . „Dauðsfall vegna neyslu vímuefna“ . 3 .
maí 2011 . Sótt á vef landlæknisembættisins: http://www .
landlaeknir .is/Pages/1055?NewsID=2245 [sótt á vef
12 .5 .2011] .
kringumstæðum getur það þó talist
heppilegt að loka augunum fyrir vandanum
undir þessu yfirskyni, enda eru langt leiddir
fíklar miklum mun fremur sjúklingar
heldur en glæpamenn . Þar fyrir utan eru
með ferðar úrræði mun áhrifaríkari leið en
refsingar til að draga úr afbrotum fíkni efna
neytenda .18
Í þessu samhengi vekur höfundur athygli á
því að rannsókn hvers sakamáls hjá lögreglu
kostar að meðaltali kr . 400 .000,19 dómsmál
kr . 44 .592 og fangelsun kr . 3 .500 .000 .20 Til
samanburðar kostar hver meðferð á Vogi
að meðaltali kr . 271 .00021 en meðferðir
eru eins og fyrr segir mun áhrifaríkari leið
en refsingar til að draga úr afbrotum fíkni
18 Stevens, Alex; Trace, Mike; BewleyTaylor, Dave:
Reducing Drug Related Crime: an overview of the global
evidence – Report 5 . The Beckley Foundation Drug
Policy Programme . UK . 2005 . Bls . 2 . Sótt á vef Beckley
Foundation: http://www .beckleyfoundation .org/pdf/
reportfive .pdf [sótt 14 .5 .2011] .
19 Er þá einungis um að ræða starfsmannakostnað, að
ótöldum öðrum kostnaði .
20 Margrét Sæmundsdóttir . „Áhrifamáttur refsinga“ .
Tímarit lögfræðinga . 2007; 57 (2) . Bls . 177–194 .
21 Ársrit SÁÁ 2007–2010 . Bls . 13 .
Mynd 2