Þjóðmál - 01.06.2011, Qupperneq 63

Þjóðmál - 01.06.2011, Qupperneq 63
 Þjóðmál SUmAR 2011 61 sjúkra húsrekstur og almannatryggingar, en ríkið hefur einnig tekið á sig miklar skuld ­ bind ingar í menntageiranum á fram halds­ skóla stiginu . Borgaralegir stjórnmálaflokkar hafa reynzt skárri að þessu leyti, og þeir hafa oft verið gagn rýnir á starfsemi ríkisins og út þenslu hennar, en þeir eru engan veginn sak lausir . Þeir hafa gugnað gagnvart lýðskrumi vinstri manna um, að „allir geti fengið allt fyrir ekkert“ . Nú eru loddararnir á vinstri vængnum hins vegar komnir að leiðarlokum . Lengra verður ekki haldið út í ófæruna vegna skuldasúpunnar, sem ríkið hefur stofnað til af miklu gáleysi . Þegar vinstri menn hins vegar reyna að draga úr halla ríkissjóðs, vinna þeir allt með öfugum klónum, eins og þeirra er gjarnan háttur . Á Íslandi hafa þeir magnað og lengt í kreppunni með því að stórauka skattheimtuna ofan í samdráttinn . Þetta, ásamt framkvæmdaleysi, átti stóran þátt í 8,1% atvinnuleysi árið 2010 ásamt 2134 brottfluttum umfram aðflutta og 5,4% verðbólgu sama ár . Samdráttur hag­ kerfisins nam þá 3,5%, en AGS hafði bú izt við 0,3% samdrætti . Borgaraleg öfl gagn­ rýndu aðgerðir og afstöðu „norrænu vel­ ferðarstjórnarinnar“ harðlega, og reynslan hefur sýnt, að þau höfðu rétt fyrir sér . Aukin skattheimta dró sem sagt úr umsvifum, magnaði verðbólgu, jók á atvinnuleysið, og hún skilaði sér þess vegna illa í ríkissjóð . Tekjur hans jukust aðeins um 35,2 mia . kr árið 2010 frá árinu áður, sem er aðeins 11 mia . aukning í raunkrónum . Þá hefur niðurskurður framkvæmda í sam­ göngugeiranum og kropp ríkis stjórn arinn ar í viðkvæma starfsemi heilbrigðisgeirans og menntageirans brotið niður innviði sam ­ félagsins, lengt biðraðir og valdið land ­ flótta dýrmætra sérfræðinga og sölu stór­ virkra vinnuvéla til útlanda fyrir lítið . For ræðishyggjan telur nú sem jafnan áður, að stjórna eigi með boðum og bönnum úr ráðuneytunum, en fer villur vegar nú sem áður . Aðferðir markaðsskipulagsins eru mun mannúðlegri en þetta og duga til mikils sparnaðar í ríkisrekstri án þess að draga úr þjónustunni, eins og fjallað verður um í kaflanum Viðreisn . Skuldastaðan Skuldastaða Íslands er grafalvarleg . Þar af leiðandi verður ríkisvaldið strax að söðla um frá almennum drunga, rangri forgangsröðun, fjandskap við athafnalífið og bein línis niðurrifsstarfsemi með hótunum um eignaupptöku og hækkun skatta og fara að taka til hendinni með forgangsröðun, sem setur verðmætasköpun í öndvegi og bindur enda á kostnaðarsöm gæluverkefni . Áætlun AGS frá nóvember 2008 hefur alls ekki gengið eftir, og árangur hagstjórnarinnar er svo langt undir væntingum, að hann einn mundi nægja hverri ríkisstjórn á Vestur lönd­ um til að segja af sér og boða til nýrra kosn­ inga . Ólán Íslands er hins vegar svo mikið, að ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstrihreyfingin — grænt framboð, hunza lýðræðishefðir til að geta troðið upp á lands­ menn úreltum, handónýtum og stór skað­ legum kenningum um handstýringu at hafna­ lífsins, t .d . með víðtæku eignarhaldi bank­ anna á fyrirtækjum í samkeppnisrekstri og Banka sýslu ríkisins . Með þjóðnýtingu hluta veiði heimildanna, þar sem sjávarútvegurinn ráð stafar nú ótímatakmörkuðum afnota­ rétti, verður sjávarútveginum, sem skuldar um 600 mia . kr . erlendis, gert ókleift að standa undir vöxtum og afborgunum, enda nam heildar jákvæður vöruskiptajöfnuður landsins við útlönd árið 2009 aðeins 90,3 miö . kr . Stefna ríkisstjórnar vinstri flokkanna er þjóðhættuleg . Til að sýna alvarleika málsins er rétt að nefna nokkrar fleiri tölur . Árið 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.