Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 72

Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 72
70 Þjóðmál SUmAR 2011 Ein hin versta væri sú, að fuglar dæju eða yrðu ófrjóir . „Sá hluti Bandaríkjanna stækkar með hverju ári, þar sem fuglarnir boða ekki lengur komu vorsins, og morgunstundirnar eru undarlega þöglar, þar sem áður hljómaði fagur fuglasöngur .“4 Sjálf landvættur Banda­ ríkjanna, örninn, væri í hættu . Þegar DDT væri notað á einum stað, því til dæmis úðað yfir akra í því skyni að drepa skordýr, bærist það óhjákvæmilega á aðra staði, þar sem það hefði skaðleg áhrif á dýr og gróður . Carson benti á, að efnið safnaðist fyrir í fituvefjum manna fyrir tilverknað umhverfisins . Enginn væri óhultur . „Eins og nú er ástatt, erum vér lítið betur sett en gestir Borgianna .“5 Carson taldi margt benda til þess, að DDT ylli lifrarbólgu og ýmsum erfðagöllum og hleypti af stað krabba meini . Það væri engin tilviljun, að krabba mein væri nú miklu algengara en áður . Notkun eiturefna eins og DDT rask aði hinu eðlilega jafnvægi náttúrunnar . Carson minnti einnig á, að sum skordýr hefðu reynst mynda mótefni gegn eitrinu, og þeim hefði fjölgað samkvæmt lögmálinu um náttúruval, á meðan önnur skordýr, sem ekki höfðu þetta mótefni, hefðu strá drepist .6 Carson var þrautþjálfaður rithöfundur, sem kunni að segja sögur, enda varð Raddir vorsins þagna metsölubók í Bandaríkjunum . Raunar hafði Carson áður gefið út metsölubók, sem kom út á íslensku undir heitinu Hafið og huldar lendur árið 1953 . Miklar deilur urðu meðal vísindamanna um boðskap Carson, og héldu sumir því fram, að hún gerði allt of mikið úr hættunni af skordýraeitrinu, þótt aðrir tækju hressilega undir með henni . En almenningsálitið snerist á sveif með Carson, og árið 1972 var notkun DDT bönnuð í Bandaríkjunum . Aðrar þjóðir fygdu smám saman fordæmi Bandaríkjamanna, og í lok tuttugustu ald ar var notkun DDT aðeins leyfð í ör fáum löndum og þá ekki í land­ búnaði, heldur aðeins í takmörkuðum mæli gegn mýra köldu . Óbyggð og allsnægtir Á rið 1972 kom annað rit út á íslensku um það, að friða yrði ýmis náttúrugæði . Það nefndist Óbyggð og allsnægtir eftir breska vistfræðinginn Sir Frank Fraser Darling og var eitt af Lærdómsritum Hins íslenska bókmenntafélags . Var efni bókarinnar sótt í útvarpsfyrirlestra, sem Sir Frank hafði flutt í Breska ríkisútvarpinu, BBC, haustið 1969 og komið út á bók í Bretlandi ári síðar . Sir Frank kvaðst ekki sammála Carson um allt, en hún hefði unnið þarft verk með bók sinni . Sir Frank varaði eins og hún við mengun umhverfisins af völdum DDT og annarra eiturefna . Hann kvað DDT vissulega haft stuðlað að heilsuvernd, en það mál væri margþætt . „Alls staðar þar sem heilsuvernd hefur verið við komið í hitabeltislöndum, hefur fólkinu fjölgað hraðar en nemur aukningu matvæla­ fram leiðslunnar . Afleiðingin er sárari fátækt og almenn streita .“7 Offjölgun fólks væri jafn mikil ógn við mannkynið og mengunin . Menn yrðu að taka tillit til þess, að gæði jarðar innar væru endanleg . Sir Frank nefndi líka, að mikill koltvísýringur væri losaður í andrúmsloftið, og það kynni að raska jafn­ vægi náttúrunnar . „Svo vill til, að aukið kol tvísýringsmagn í andrúmsloftinu gæðir það eiginleikum gróðurhúss, sem eykur trjá­ vöxtinn, og trén binda síðan kolefnið, uns jafn vægi er komið á að nýju .“8 Um leið væru menn sífellt að höggva stærri skörð í skógana og með því að bjóða hættunni heim . Heimur á helvegi Þriðja ritið með svipaðan boðskap kom út á íslensku árið 1973 . Það var Heimur á helvegi, sem hafði verið sérhefti tímaritsins The Ecologist ári áður og síðan gefið út sér­ prentað og orðið metsölubók í Bretlandi . Höfundarnir voru ekki fræðimenn, heldur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.