Þjóðmál - 01.06.2011, Page 76
74 Þjóðmál SUmAR 2011
gegn þessum framreikningum sínum önnur
en skírlífi og hófsemi . En greining hans
reyndist röng . Allur gangur er á því, hvort
fólksfjölgun lýtur veldislögmáli eða ekki .
Stundum dregur úr fólksfjölgun, en stundum
er hún ör . Sums staðar fækkar fólki jafnvel .
Og matvælaframleiðsla er ekki nauðsynlega
jafnskrefa . Stundum hefur hún vegna ófyrir
sjáanlegra tækniframfara vaxið hratt . Hið
sama er að segja um aðrar mannlegar þarfir
og fullnægingu þeirra .
Fólki fjölgaði hægar,
matvælaframleiðsla jókst hraðar
Mannkyni fjölgaði vissulega ört um og eftir 1950, en það var aðallega
vegna lægri dánartíðni, sem stafaði af greiðari
aðgangi að mat, lyfjum og hreinu vatni .
(Eins og einn sérfræðingur Sameinuðu
þjóðanna komst að orði, fór fólk ekki að
fjölga sér eins og kanínur, heldur hætti það
að drepast eins og flugur .)20 En síðan dró
smám saman úr vaxtarhraðanum, því að
fólk tók víðast þann kost að eignast færri
börn, þótt auðvitað væri það misjafnt eftir
löndum og menningarsvæðum . Því var spáð
í Endimörkum vaxtarins, að mannkyn yrði
sjö milljarðar árið 2002 . En það gerðist ekki
fyrr en 2011, nær áratug síðar . Jafnframt óx
landbúnaðarframleiðsla hröðum skrefum,
ekki síst vegna „grænu byltingarinnar“, en
Norman Borlaug og öðrum vísindamönnum
tókst að rækta frjósamari korntegundir en
áður höfðu þekkst, svo að uppskera stórjókst,
sérstaklega í Indlandi og öðrum fátækum
löndum . Lætur nærri, að matvælaframleiðsla
hafi tvöfaldast í heiminum síðustu þrjátíu
ár tuttugustu aldar, þótt fullyrt væri í Heimi
á helvegi, að ekkert gæti „komið í veg fyrir
víðtæka hungursneyð“ . Framleiðslan er nú
talsvert meiri á hvern einstakling en hún
var, þegar þessi rit voru skrifuð um og eftir
1970 . Dagleg neysla hitaeininga á mann
jókst í heiminum öllum um 15% tímabilið
1966–1995, en um 25% í þróunarlöndum .
Jafnframt lækkaði matvælaverð um 50%
frá 1960 fram yfir aldamótin 2000, þótt
eftirspurn ykist mjög .21 Matvælaverð hefur
að vísu rokið upp aftur um og eftir 2008,
meðal annars vegna verðhækkunar á olíu og
aukinnar spurnar eftir matvælum í Kína og á
Indlandi, en vonir eru bundnar við, að það
verði tímabundið .22
DDT, krabbamein og mýrakalda
Viðvörun Rachel Carson í Raddir vorsins þagna hefur líka reynst mjög orðum
aukin . Það er rétt, að eiturefnið DDT getur
valdið tímabundinni ófrjósemi í nokkrum
fuglategundum, sem hafast við á svæðum,
þar sem það er notað í óhófi, en eftir að
notkun efnisins er hætt, kemst allt í eðlilegt
horf . Sá skaði, sem efnið getur valdið, er
þannig bætanlegur . Aðalatriðið er, að DDT
er nánast hættulaust mönnum, sé það notað
í hófi . Ekki hefur til dæmis tekist að sýna
fram á, að DDT sé krabbameinsvaki þrátt
fyrir rækilegar rannsóknir .23 Krabbamein
hefur raunar ekki orðið algengara með
árunum, heldur lifa menn að jafnaði lengur,
og þetta mein leggst frekar á roskið fólk en
ungt, svo að það er sýnilegra en áður . Mjög
margt getur hleypt af stað krabbameini
samkvæmt rannsóknum vísindamanna, svo
sem reykingar lungnakrabbameini og sterkt
sólarljós húðkrabbameini, en eiturefni eru
miklu minni áhættuþáttur en til dæmis kaffi
og önnur algeng neysluvara . Hvort tveggja er,
að svo lítið af eiturefnum er þrátt fyrir allt í
mannslíkamanum miðað við önnur efni og
að mælanleg, neikvæð áhrif þeirra hafa reynst
mjög óveruleg .
Danski tölfræðingurinn Björn Lomborg
bend ir síðan á, þegar rætt er um tengsl eitur
efna og krabbameins, að horfa þurfi á allar
hliðar málsins, en blindast ekki af hræðslu