Þjóðmál - 01.06.2011, Page 78

Þjóðmál - 01.06.2011, Page 78
76 Þjóðmál SUmAR 2011 Mörg vestræn ríki, sem veittu fátækum þjóðum í suðri þróunaraðstoð, bundu hana því skilyrði, að notkun DDT væri bönnuð . Þetta hafði skelfilegar afleiðingar . Talið er, að allt frá einni og upp í þrjár milljónir manna í þróunarlöndum látist nú árlega úr mýraköldu, aðallega börn . Þetta fólk hefði fæst dáið, hefði verið leyfilegt að nota DDT gegn mýraköldu .24 DDT er miklu ódýrara og auðveldara í notk un en flest önnur úrræði, sem völ er á með fá tækum þjóðum, svo sem lyfjagjöf eða net yfir rúmum . Eiturefninu er ekki úðað á skóga eða gresjur, heldur á innveggi íbúðarhúsa, þar sem það er hættulaust mönnum, dýrum og jurtum . Þótt vissulega hafi sum skordýr myndað mótefni gegn DDT, svo að það drepur þau ekki, fælir það þau burt .25 Þegar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, ákvað eftir miklar umræður árið 2006 að mæla með notkun DDT gegn mýraköldu, höfðu sennilega hátt í fimmtíu milljónir manna hnigið að þarflausu í valinn næsta aldarfjórðunginn á undan . Þótt WHO felldi meðmæli sín úr gildi árið 2009 fyrir áhrif ýmissa háværra friðunarsamtaka, lætur stofnunin notkun DDT gegn mýraköldu afskiptalausa .26 Glæpum hefur fækkað þrátt fyrir þéttbýlisþróunina Þróun glæpa í heiminum hefur gengið í þveröfuga átt við það, sem höfundar Heims á helvegi ímynduðu sér . Það var raunar vitað, þegar þeir settu bók sína saman, að ofbeldisglæpir voru miklu tíðari fyrir iðnbyltinguna en eftir hana . Að fornu og á miðöldum bjuggu Vesturlandamenn við miklu meira öryggisleysi en síðar varð . Til dæmis hefur morðum fækkað stórlega hlutfallslega á Vesturlöndum . Á þrettándu öld voru meira en 20 morð á hverja 100 þúsund íbúa á ári í Bretlandi . Nú er þessi tala um 1,3 . Í lok 19 . aldar var hlutfallið í Svíþjóð 2 morð á hverja 100 þúsund íbúa á ári . Nú er það 0,9 . Á Ítalíu hefur tíðni morða á sama tíma (þegar stríðin tvö á tuttugustu öld eru undanskilin) lækkað úr 5 í 1,1 .27 En mesta breytingin hefur orðið síðustu áratugi í Bandaríkjunum, þar sem hlutfall morða var lengi miklu meira en í Evrópu, um 10 á hverja 100 þúsund íbúa á ári . Nú hefur það lækkað niður í 5 . Öðrum ofbeldisglæpum hefur líka fækkað í Bandaríkjunum .28 Margar skýringar eru hugsanlegar á fækkun glæpa í Bandaríkjunum, svo sem hert löggæsla, aðallega fjölgun lögreglumanna, og tvær lýðfræðilegar staðreyndir: Þeir, sem líklegastir eru til að fremja ofbeldisglæpi, eru ungir karlar . Hvort tveggja er, að hærra hlutfall þeirra er í fangelsi en áður, og hlutfall þeirra af þjóðinni hefur lækkað, þar sem dregið hefur úr fólksfjölgun .29 Því má bæta við, að í tveimur þéttbýlustu og iðnvæddustu löndum heims, Japan og Singapore, eru morð fátíð: Hlutfallið er 1,0 í Japan og í Singapore 0,4 (sem er eitthvað hið lægsta í heimi) .30 Höfundum Heims á helvegi skjátlaðist um framtíðarþróun glæpa vegna þess, að þeir framreiknuðu þróunarlínur . Þeir ályktuðu af þeirri staðreynd, að glæpum fjölgaði á einu tímabili, að þeim myndi fjölga á næsta tímabili . En svo þarf ekki að vera . Þróunarlínur eru endurspeglanir síkviks veruleika, þar sem menn bregðast við því, sem gerist, og ýmis fyrirbæri rísa og hníga . Hitt er annað mál, að sennilega höfðu höfundar Heims á helvegi rétt fyrir sér um það, að lauslæti hefði aukist á Vesturlöndum, þótt þar hefðu þeir ekki fyrir sér neinar framreiknaðar þróunarlínur . Það kann að skýra eitt, sem umhverfisverndarmenn halda á lofti til marks um umhverfisspjöll af völdum eiturefna, að frumur í sæði karla mælast (í sumum mælingum) færri en áður . Því fátíðari sem mök eru, því fleiri frumur eru í sæðinu, og

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.