Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 79

Þjóðmál - 01.06.2011, Blaðsíða 79
 Þjóðmál SUmAR 2011 77 öfugt . Skýringin kann því að vera aukin tíðni kynmaka, en ekki umhverfisspjöll .31 Skógar hafa minnkað, en eru ekki að hverfa Áhyggjur Sir Franks Frasers Darlings af skógum jarðar virðast ekki styðjast við sterkari rök en ótti Rachel Carson við DDT . Skógar hafa vissulega minnkað á jörðinni, eftir því sem menn hafa fært lengra út það svæði, sem þeir nota til ræktunar, beitar og ekki síst undir borgir og bæi . En skógar eru alls ekki að hverfa af yfirborði jarðar . Þótt erfitt sé að skilgreina, hvað sé skógur, því að regnskógar renna saman við gresjur og þær við runnagróður, jafnframt sem brasilískir regnskógar eru ólíkir dönskum beykiskógum eða ræktuðum skógum í Bandaríkjunum, sýna mælingar, að skógar hafa í heild aðeins minnkað um 0,4% árin 1961–1994 .32 Regnskógar í hitabeltinu hafa vissulega minnkað talsvert hraðar, en þó ekki eins hratt og spáð hafði verið . Íslenskir fræðimenn vitnuðu til dæmis 1989 í þá spá, að regnskógarnir myndu minnka um 200 þúsund ferkílómetra á ári fram að aldamótum .33 En samkvæmt tölum Matvæla­ og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna minnkuðu ósnortnir frumskógar, og þar voru regnskógar hitabeltisins mikilvægastir, um 160 þúsund ferkílómetra árlega síðasta áratug tuttugustu aldar, en um 130 þúsund ferkílómetra árlega fyrsta áratug tuttugustu og fyrstu aldar . Nam minnkunin á síðarnefnda tímabilinu um 0,4% á ári .34 Regnskógar í hitabeltinu eru þess vegna vissulega að minnka, en ekki eins hratt og áður, og þeir eru alls ekki að hverfa . Til þess er ein meginástæða, að slíkir hitabeltisskógar hafa minnkað hraðar en aðrir skógar: Eignarhald á þeim er óskýrt og ríkisvald veikt, þar sem þeir vaxa . Hitabeltisskógar eru eins konar almenningur eins og úthafið hefur víða verið . Um regnskógana gildir eins og önnur gæði, að það, sem allir eiga, hirðir enginn um . Þessir skógar eru verðmætir í timburframleiðslu og lítt heftur aðgangur að þeim . Jafnframt hafa íbúar hitabeltislanda freistast til að nota skóg sem eldivið . Vandinn liggur þannig á sviði stjórnmála frekar en umhverfismála . Ef menn öðlast skýran og varanlegan rétt til að nýta skóg, ýmist til timburframleiðslu eða útivistar, þá gæta þeir hans . Í þessu sambandi ber að minna á, að regnskógar hafa stundum verið minni en nú, til dæmis á síðustu ísöld .35 En hvers vegna ætti vestrænum þjóðum að koma það við, ef regnskógar hitabeltisins hörfa? Eitt svarið er, að regnskógarnir framleiði súrefni fyrir allan heiminn, þar á meðal Vesturlandabúa, sem eyddu mestöllum skógi sínum fyrir mörgum öldum . Regnskógarnir séu „lungu heimsins“ . En þetta er rangt . Plöntur framleiða vissulega súrefni með ljóstillífun, en þegar þær deyja og rotna, notast sama magn súrefnismagn aftur, eins og Björn Lomborg bendir á .36 Skógur í jafnvægi eyðir því jafnmiklu súrefni og hann framleiðir . Raunar er talið um „lungu heimsins“ til marks um misskilning: Lungu mannsins anda inn súrefni og anda út koltvísýringi, en friðunarsinnar virðast gefa í skyn, að gróður regnskóganna andi inn koltvísýringi og andi út súrefni . Hin skýringin á því, að regnskógar hitabeltisins eru talin sérstök verðmæti, er, að þar þrífst miklu fjölbreyttara líf en víðast annars staðar . Þetta er vissulega rétt, en þá er eðlilegt, að þeir, sem vilja njóta hinnar líffræðilegu fjölbreytni, beri sjálfir kostnaðinn af því, en leggi hann ekki óskiptan á herðar fátækum þjóðum í suðri .37 Raunar er síðan hugsanlegt, að ný tækni við einræktun (e . cloning) fái ekki aðeins borgið ýmsum tegundum dýra og gróðurs í útrýmingarhættu, heldur geri einnig kleift að blása lífi í útdauðar tegundir, sem leifar eru til af, til dæmis loðfílinn .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.