Þjóðmál - 01.06.2011, Side 90

Þjóðmál - 01.06.2011, Side 90
88 Þjóðmál SUmAR 2011 gæta samræmis í rithætti í sömu ritsmíð og innan ríkisstjórnar eftir því sem unnt er . Ritstjórar og höfundar geta mótað eigin vinnureglur um slík tilvik til að auðvelda samræmi .“ Þessi ábending ritstjóra handbókarinnar er skynsamleg og minnir á að reglur af þessu tagi eiga uppruna í ákvörðunum sem hvíla á ritstjórn handbókarinnar . Þær eru mönn­ um til leiðbeiningar en ekki er um skilyrðis­ laus opinber fyrirmæli að ræða . Öðru máli gegnir um réttritun . Þar skjóta menn sér ekki undan opinberum kröfum með því að vísa til eigin smekks . Við ritun bóka eða frágang á handritum fyrir tímarit er mikils virði að móta sér reglu um málnotkun strax í upphafi . Ég þekki af eigin raun hve erfitt er að upprætta ósamræmi innan langs texta, jafnvel þótt nota megi tölvur til að auðvelda leit að einstökum orðum í því skyni að samræma rithátt þeirra . Annað dæmi úr handbókinni nefni ég, beygingu ættarnafna og erlendra nafna . Réttilega er þess getið að fólk sé oft í vafa um þessar beygingar . Í bókinni er mælt með eftirfarandi reglum: Ættarnöfn kvenna, innlend og erlend, séu að jafnaði ekki beygð; erlend nöfn og innlend ættarnöfn borin af körlum fái oftast s­endingu í eignarfalli, þetta gerist ekki endi nafnið sjálft á s eða öðru blásturshljóði; endi erlend nöfn karla og innlend ættarnöfn á sérhljóðinu –a séu nöfnin óbeygð; aðalreglan um s eigi að ráða endi karlmannsnafn á öðru sérhljóði en –a . Ég rek ekki dæmin sem nefnd eru í bókinni . Sjálfur set ég ekki eignarfalls s á ættarnafnið Haarde og vík þannig frá aðalreglunni en flokka sérhljóðið –e með –a í þessu tilviki . Undir lok kaflans um beygingu ættarnafna og erlendra nafna segir að rökrétt teljist og í bestu samræmi við íslenska málhefð að beygja í eignarfalli bæði eiginnafn og ættarnafn sem karl beri . Þetta atriði hafi verið dálítið á reiki í málsamfélaginu og til séu þær málvenjur að beygja annaðhvort aðeins eiginnafn eða aðeins ættarnafn . Í handbókinni er ekki mælt með þeirri aðferð sem meginreglu . Vissulega verði „þó smekkur stundum að fá að ráða einhverju um hve langt skuli gengið í beygingu erlendra nafna, einkum um það hvort öll nöfn skuli beygð í sumum fleirnefnum á borð við Poul Nyrup Rasmussen“ . Í handbókinni er að finna leiðbeiningar um frágang á bréfum og tölvuskeytum . Allir vita að nokkru getur ráðið um hvernig brugðist er við efni hvort útlit þess er vandað eða kastað til þess höndum . Þetta á ekki síður við tölvubréf en bréf sem send eru í venjulegum pósti . Hið sama er að segja um hvers kyns umsóknir: „Skýrleiki einkennir góðar umsóknir“ segir í upphafi kafla handbókarinnar um þær . Hér skal efni Handbókar um íslensku ekki frekar rakið . Frá mínum bæjardyrum séð er um mjög vel heppnað og tímabært rit að ræða . Hvert atriði er þaulhugsað og að öllu staðið af vandvirkni . Bókin stendur undir því markmiði sínu að vera hagnýtur leiðarvísir um íslenskt mál, málnotkun, stafsetningu og ritun . Ný dönsk bók um rússnesku byltinguna Erik Kulavig: Den russiske revolution 1917. Et folks tragiske kamp for frihed . Gyldendal 2010 . 317 bls . Eftir Jón Þ . Þór Um árþúsundamótin síðustu reyndu margir að gera sér mat úr umfjöllun um sögu aldarinnar sem var að kveðja og

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.