Þjóðmál - 01.09.2010, Side 14

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 14
12 Þjóðmál HAUST 2010 af þingi í kosningunum vorið 1995 var skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál til umræðu (9 . febrúar 1995) . Þar vék ég, að því, að innan Alþýðubandalgsins hefðu menn ekki gert upp við fortíðina og vitnaði meðal annars í þessi orð dr . Þórs Whiteheads, sagnfræðiprófessors, í grein í Alþýðublaðinu 8 . febrúar: En uppgjör við fortíðina hefur ekki farið fram [innan Alþýðubandalagsins], heldur þvert á móti, þessi gamli kjarni í flokknum hefur alltaf færst undan slíku . Þetta væri ekki fréttaefni ef svo væri ekki . Hvers vegna sögðu þeir ekki frá þessum tengslum sínum við austur-þýsku leynilögregluna Stasi? Vegna orða minna og Þórs varð uppi fótur og fit í þingsalnum hjá þeim Ólafi Ragnari Grímssyni, formanni Alþýðubandalagsins, og þingmönnunum Hjörleifi Guttorms- syni, Svav ari Gestssyni og Steingrími J . Sig fús syni . Ólaf ur Ragnar nefndi Þór hinn „svo kallaða sagnfræðing“ . Steingrímur J . sagði meðal ann ars um ræðu mína: Ég held að ræða hv . þm . í morgun verði örugglega lengi í minnum höfð sem einhver allra lágkúrulegasta og ómerkilegasta þing- ræða sem hefur verið haldin um mjög langan tíma . Og hvernig hv . þm . byggði upp ræðu sína utan um ummæli hins svokallaða sagnfræðings og prófessors, Þórs Whiteheads, var auðvitað með endemum því hv . þm . fléttaði inn í það tveimur núv . þingmönnum [Hjörleifi og Svavari] og var auðvitað ekki annað réð af samhengi og uppbyggingu ræðu hv . þm . en að um þessi Stasi-tengsl væri að ræða í því tilviki sem þeir kæmu að málum . Ég svaraði meðal annars á þann veg, að hlutskipti mitt í þessu efni væri léttbærara en hlutskipti Steingríms J . og þeirra sem störfuðu í nafni Alþýðubandalagsins enn þá í íslenskum stjórnmálum miðað við forsögu þess flokks . Það væri til marks um skort á rökum til varnar óverjandi málstað, hvernig þingmennirnir töluðu um dr . Þór Whitehead sagnfræðiprófessor, með doktorspróf frá háskólanum í Oxford . Svavar Gestsson tók þátt í umræðunum og kveinkaði sér undan því að vera nefndur í sömu andrá og Stasi . Hann sagði mig með fortíðarbyrði á bakinu sem fulltrúi kaldastríðsviðhorfa . Þar með hefði ég dæmt mig úr leik til þess að ræða með eðlilegum og „rólegum og hógværum“ hætti um þróun íslenskra utanríkismála á næstu árum! Nú kann einhver að spyrja: Hvaða erindi á upprifjun á þessum 15 ára gömlu umræðum á þingi við samtímann? Þau komu mér einfaldlega í huga, þegar ég las grein eftir Svavar Gestsson í Fréttablaðinu 4 . ágúst, 2010, um nauðsyn þess, að Sjálf- stæðisflokkurinn gerði upp við frjáls- hyggjuna . Hann spurði: „Er frjálshyggja ekki skammaryrði á Íslandi? Er í lagi að styðja frjálshyggjuna sem lagði Ísland í rúst fyrir aðeins örfáum misserum?“ Svör mín við þessum spurningum eru þau, að frjálshyggja er ekki skammaryrði . Það er argasta blekking, að frjálshyggja hafi lagt Ísland „í rúst“ í bankahruninu . Takist Svavari og félögum að ýta þeim pólitísku sjónarmiðum, sem búa að baki frjálshyggjunni, til hliðar, tekst aldrei að ná íslensku efnahagskerfi á skrið að nýju . Í rannsóknarskýrslu alþingis hefur verið leitast við að greina og skýra orsakir banka- hrunsins . Uppgjörið við það hefur verið kynnt og er öllum til skoðunar . Nú er tími til að horfa fram á veginn, læra af reynslunni . Vilji menn gera það, ber alls ekki að feta þann veg, sem Svavar og félagar vildu, að yrði farinn á þeim tíma, sem þeir vildu ekki ræða á þingi í febrúar 1995 . Við þá mátt hvorki nefna Stasi né kommúnisma . Að því leyti er Svavar Gestsson sérfræðingur í að skjóta sér undan því, sem eru svo sannarlega skammaryrði í pólitískum umræðum .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.