Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 14

Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 14
12 Þjóðmál HAUST 2010 af þingi í kosningunum vorið 1995 var skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál til umræðu (9 . febrúar 1995) . Þar vék ég, að því, að innan Alþýðubandalgsins hefðu menn ekki gert upp við fortíðina og vitnaði meðal annars í þessi orð dr . Þórs Whiteheads, sagnfræðiprófessors, í grein í Alþýðublaðinu 8 . febrúar: En uppgjör við fortíðina hefur ekki farið fram [innan Alþýðubandalagsins], heldur þvert á móti, þessi gamli kjarni í flokknum hefur alltaf færst undan slíku . Þetta væri ekki fréttaefni ef svo væri ekki . Hvers vegna sögðu þeir ekki frá þessum tengslum sínum við austur-þýsku leynilögregluna Stasi? Vegna orða minna og Þórs varð uppi fótur og fit í þingsalnum hjá þeim Ólafi Ragnari Grímssyni, formanni Alþýðubandalagsins, og þingmönnunum Hjörleifi Guttorms- syni, Svav ari Gestssyni og Steingrími J . Sig fús syni . Ólaf ur Ragnar nefndi Þór hinn „svo kallaða sagnfræðing“ . Steingrímur J . sagði meðal ann ars um ræðu mína: Ég held að ræða hv . þm . í morgun verði örugglega lengi í minnum höfð sem einhver allra lágkúrulegasta og ómerkilegasta þing- ræða sem hefur verið haldin um mjög langan tíma . Og hvernig hv . þm . byggði upp ræðu sína utan um ummæli hins svokallaða sagnfræðings og prófessors, Þórs Whiteheads, var auðvitað með endemum því hv . þm . fléttaði inn í það tveimur núv . þingmönnum [Hjörleifi og Svavari] og var auðvitað ekki annað réð af samhengi og uppbyggingu ræðu hv . þm . en að um þessi Stasi-tengsl væri að ræða í því tilviki sem þeir kæmu að málum . Ég svaraði meðal annars á þann veg, að hlutskipti mitt í þessu efni væri léttbærara en hlutskipti Steingríms J . og þeirra sem störfuðu í nafni Alþýðubandalagsins enn þá í íslenskum stjórnmálum miðað við forsögu þess flokks . Það væri til marks um skort á rökum til varnar óverjandi málstað, hvernig þingmennirnir töluðu um dr . Þór Whitehead sagnfræðiprófessor, með doktorspróf frá háskólanum í Oxford . Svavar Gestsson tók þátt í umræðunum og kveinkaði sér undan því að vera nefndur í sömu andrá og Stasi . Hann sagði mig með fortíðarbyrði á bakinu sem fulltrúi kaldastríðsviðhorfa . Þar með hefði ég dæmt mig úr leik til þess að ræða með eðlilegum og „rólegum og hógværum“ hætti um þróun íslenskra utanríkismála á næstu árum! Nú kann einhver að spyrja: Hvaða erindi á upprifjun á þessum 15 ára gömlu umræðum á þingi við samtímann? Þau komu mér einfaldlega í huga, þegar ég las grein eftir Svavar Gestsson í Fréttablaðinu 4 . ágúst, 2010, um nauðsyn þess, að Sjálf- stæðisflokkurinn gerði upp við frjáls- hyggjuna . Hann spurði: „Er frjálshyggja ekki skammaryrði á Íslandi? Er í lagi að styðja frjálshyggjuna sem lagði Ísland í rúst fyrir aðeins örfáum misserum?“ Svör mín við þessum spurningum eru þau, að frjálshyggja er ekki skammaryrði . Það er argasta blekking, að frjálshyggja hafi lagt Ísland „í rúst“ í bankahruninu . Takist Svavari og félögum að ýta þeim pólitísku sjónarmiðum, sem búa að baki frjálshyggjunni, til hliðar, tekst aldrei að ná íslensku efnahagskerfi á skrið að nýju . Í rannsóknarskýrslu alþingis hefur verið leitast við að greina og skýra orsakir banka- hrunsins . Uppgjörið við það hefur verið kynnt og er öllum til skoðunar . Nú er tími til að horfa fram á veginn, læra af reynslunni . Vilji menn gera það, ber alls ekki að feta þann veg, sem Svavar og félagar vildu, að yrði farinn á þeim tíma, sem þeir vildu ekki ræða á þingi í febrúar 1995 . Við þá mátt hvorki nefna Stasi né kommúnisma . Að því leyti er Svavar Gestsson sérfræðingur í að skjóta sér undan því, sem eru svo sannarlega skammaryrði í pólitískum umræðum .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.