Þjóðmál - 01.09.2010, Side 25

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 25
 Þjóðmál HAUST 2010 23 að óvissa hefði stóraukist í kjölfar þeirrar ákvörð unar forseta Íslands að synja Icesave- lög unum staðfestingar og því lækkað þann áhættu leiðrétta vaxta mun við útlönd sem væri nauðsynlegur til að styrkja krónuna . Því væri þörf á að leysa þá deilu áður en hægt væri að halda áfram að draga úr að- haldi peningastefnunnar .“ Þeir ráða þessu öllu Stjórnmálamenn stjórna ekki eingöngu framboði sparifjár eða vaxtastigi til lengri og skemmri tíma heldur stjórna þeir einnig Íbúðalánasjóði og Landsbankanum . Lána sjóð ur sveitarfélaganna heyrir undir þá ásamt Byggðastofnun og Nýsköpunarsjóði . Líklegast gleymi ég einhverju . Þá hefur ríkis sjóður mikil áhrif á eftirspurn eftir fjár- magni í gegnum gríðarstóran fjárlagahalla og, ef Jóhanna og Steingrímur fá að ráða, greiðslur til Breta og Hollendinga upp á 6–700 milljarða næstu áratugina . Stjórnmálamenn stjórna því stórum hluta framboðs, eftirspurnar og verðlagningar á fjármálamörkuðum . Hvar er ósýnilega höndin í því? Íslenskir lántakendur og spari- fjáreigendur eiga skilið að vextir og fram- boð sparifjár ráðist samkvæmt heilbrigð um leikreglum markaðarins . Núverandi ríkisstjórn er grjóthnull- ungur í tannhjólum atvinnulífsins Það fjármagn sem lífeyrissjóðirnir og aðr ir fjármagnseigendur soga til sín í hverjum mánuði dregur orkuna úr atvinnu lífi nu með sambærilegum hætti og skatta hækkanir ríkisstjórnarinnar . Og á sama tíma og krafist er að launþegar greiði stórfé í lífeyrissjóðina um hver mánaðamót drepur ríkisstjórnin hvert tækifæri til að koma þessu fjármagni í vinnu, t .d . með skatta hækk unum, stórhættulegri stefnu gagnvart sjávar útvegi og andúð gagnvart frekari orkuöflun . Allir þessir peningar sem ættu að smyrja hjólin enda hjá ríkinu, eða steindauðir í Seðlabankanum, engum til gagns . Í skjóli reglugerða og embættis- manna fá t .d . erlendir fjármagnseigendur stórfé í vexti frá ríkinu sem greiddir eru af börnum okkar í framtíðinni . Síðan kvarta þessir einstaklingar í Samspilling unni yfir vaxtastigi á Íslandi og vilja leiðrétta það með því að troða okkur í Evrópusam band Þýska lands og annarra stórþjóða . „Ma-ma- maður bara skilur þetta ekki!“ Víti til varnaðar Ég er þeirrar skoðunar að draga þurfi úr skuldsetningu heimila og fyrirtækja . Árið 1990 sprakk eignabóla í Japan og í framhaldinu varð bankakrísa . Bankarnir höfðu ekki svigrúm til afskrifta og héldu gangandi of skuldsettum fyrirtækjum til að koma í veg fyrir afskriftir . Eftirspurn dróst saman og fjárfestingatækifærum fækkaði . Verðhjöðnun, hátt atvinnuleysi og 0% vext- ir eru þekkt fyrirbæri úr þessari löngu efna - hags krísu Japana . Tíundi áratugurinn er jafnan nefndur „the lost decade“, týndi ára- tugurinn . Vanda málið var að bank arnir tóku ekki á vandan um og allt efnahagslífið var of skuldsett . Lít il ný fjár festing átti sér stað í efnahagslífi nu því neysla jókst ekki . Þess vegna er mikil vægt að draga úr skuldsetningu efnahagslífs ins, t .d . með vaxtalækkun . Á Íslandi hafa nýir bankar keypt kröfur með ríflegum afslætti og því hefur banka- kerfið svigrúm . Nýlega sagði seðlabanka- stjórinn, Már Guðmundsson, að ef notaðir væru samningsvextir á gengistryggðu lán- unum „muni [íslenska bankakerfið] ekki vera í stakk búið til að byggja áfram upp, hagvöxtur hverfi og hætt við að Íslendingar sætu uppi með japanskt bankakerfi líkt og það var eftir bankakreppuna þar í landi“ .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.