Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 25

Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 25
 Þjóðmál HAUST 2010 23 að óvissa hefði stóraukist í kjölfar þeirrar ákvörð unar forseta Íslands að synja Icesave- lög unum staðfestingar og því lækkað þann áhættu leiðrétta vaxta mun við útlönd sem væri nauðsynlegur til að styrkja krónuna . Því væri þörf á að leysa þá deilu áður en hægt væri að halda áfram að draga úr að- haldi peningastefnunnar .“ Þeir ráða þessu öllu Stjórnmálamenn stjórna ekki eingöngu framboði sparifjár eða vaxtastigi til lengri og skemmri tíma heldur stjórna þeir einnig Íbúðalánasjóði og Landsbankanum . Lána sjóð ur sveitarfélaganna heyrir undir þá ásamt Byggðastofnun og Nýsköpunarsjóði . Líklegast gleymi ég einhverju . Þá hefur ríkis sjóður mikil áhrif á eftirspurn eftir fjár- magni í gegnum gríðarstóran fjárlagahalla og, ef Jóhanna og Steingrímur fá að ráða, greiðslur til Breta og Hollendinga upp á 6–700 milljarða næstu áratugina . Stjórnmálamenn stjórna því stórum hluta framboðs, eftirspurnar og verðlagningar á fjármálamörkuðum . Hvar er ósýnilega höndin í því? Íslenskir lántakendur og spari- fjáreigendur eiga skilið að vextir og fram- boð sparifjár ráðist samkvæmt heilbrigð um leikreglum markaðarins . Núverandi ríkisstjórn er grjóthnull- ungur í tannhjólum atvinnulífsins Það fjármagn sem lífeyrissjóðirnir og aðr ir fjármagnseigendur soga til sín í hverjum mánuði dregur orkuna úr atvinnu lífi nu með sambærilegum hætti og skatta hækkanir ríkisstjórnarinnar . Og á sama tíma og krafist er að launþegar greiði stórfé í lífeyrissjóðina um hver mánaðamót drepur ríkisstjórnin hvert tækifæri til að koma þessu fjármagni í vinnu, t .d . með skatta hækk unum, stórhættulegri stefnu gagnvart sjávar útvegi og andúð gagnvart frekari orkuöflun . Allir þessir peningar sem ættu að smyrja hjólin enda hjá ríkinu, eða steindauðir í Seðlabankanum, engum til gagns . Í skjóli reglugerða og embættis- manna fá t .d . erlendir fjármagnseigendur stórfé í vexti frá ríkinu sem greiddir eru af börnum okkar í framtíðinni . Síðan kvarta þessir einstaklingar í Samspilling unni yfir vaxtastigi á Íslandi og vilja leiðrétta það með því að troða okkur í Evrópusam band Þýska lands og annarra stórþjóða . „Ma-ma- maður bara skilur þetta ekki!“ Víti til varnaðar Ég er þeirrar skoðunar að draga þurfi úr skuldsetningu heimila og fyrirtækja . Árið 1990 sprakk eignabóla í Japan og í framhaldinu varð bankakrísa . Bankarnir höfðu ekki svigrúm til afskrifta og héldu gangandi of skuldsettum fyrirtækjum til að koma í veg fyrir afskriftir . Eftirspurn dróst saman og fjárfestingatækifærum fækkaði . Verðhjöðnun, hátt atvinnuleysi og 0% vext- ir eru þekkt fyrirbæri úr þessari löngu efna - hags krísu Japana . Tíundi áratugurinn er jafnan nefndur „the lost decade“, týndi ára- tugurinn . Vanda málið var að bank arnir tóku ekki á vandan um og allt efnahagslífið var of skuldsett . Lít il ný fjár festing átti sér stað í efnahagslífi nu því neysla jókst ekki . Þess vegna er mikil vægt að draga úr skuldsetningu efnahagslífs ins, t .d . með vaxtalækkun . Á Íslandi hafa nýir bankar keypt kröfur með ríflegum afslætti og því hefur banka- kerfið svigrúm . Nýlega sagði seðlabanka- stjórinn, Már Guðmundsson, að ef notaðir væru samningsvextir á gengistryggðu lán- unum „muni [íslenska bankakerfið] ekki vera í stakk búið til að byggja áfram upp, hagvöxtur hverfi og hætt við að Íslendingar sætu uppi með japanskt bankakerfi líkt og það var eftir bankakreppuna þar í landi“ .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.