Þjóðmál - 01.09.2010, Side 35

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 35
 Þjóðmál HAUST 2010 33 ekki tækist að gera það utan frá í kalda stríðinu . Vinstri menn eru og hafa alltaf verið innri óvinir Vesturlanda, en það merkilega er, að þeir gera sér enga grein fyrir því sjálfir . Þeir standa jú hvarvetna fremstir í „lýðræðis“- og „mannréttinda“-baráttunni (stundum sam- hliða þátttöku í „vináttufélögum“ við blóði drifnar alræðisstjórnir kommúnista, eins og ég hef áður bent á) . Þeir sjá ekki fremur en don Quixote neitt athugavert við framferði sitt, en hugmyndum þeirra um lýðræði og mann réttindi svipar mjög til hugmynda Sancho Panza um eyjar . En eins og ég hef áður sagt: Vinstri-mennsk unni verður varla útrýmt, frem ur en sýnd ar mennskunni, vandlæti- ngunni eða ósk hyggj unni . Hún mun ávallt skjóta upp koll inum í einhverri mynd, undir einhverju nafni . Vinstri manninum er ofviða að skilja, að hvít lygi er líka lygi og ljótur sannleikur er líka sannleikur . Blekkingin er fallegri en raun veruleik inn og menn munu halda áfram, enn sem fyrr, að berjast af miklu meiri sann færingu fyrir lyginni heldur en sannleikanum . Því munu íhaldsmenn seint öðlast þann töfra ljóma, sem umlykur málsvara blekk- ing arinnar . Við það verður að búa . Boð- berar válegra tíðinda verða aldrei vinsælir, og allt of margir eru ávallt reiðubúnari til að trúa lyginni heldur en sannleikanum . Þótt ég sé sjálfur illa kristinn vil hér að lokum vitna í dálitla bæn, sem þýskættaður bandarískur guðfræðingur, Reinhold Niebuhr mun fyrst hafa sett fram í prédikun um 1930, en einnig er sagt að þýskir kola- námu menn hafi fyrr á öldum farið með þessa eða mjög svipaða bæn áður en þeir fóru niður í námuna . Fleiri kenningar eru á lofti um uppruna hennar . Bill Wilson, annar stofnandi AA-sam- tak anna, greip bæn þessa á lofti og hefur hún oft verið kennd við þau samtök þótt hinum lúterska prédikara væri alls ekki áfengisbölið í huga þegar hann setti hana fram . Raunar er boðskapur þessarar litlu bænar varla kristinn, heldur vísar frekar til Markúsar Árelíusar eða annarra Stóumanna í fornöldinni . Hún er svohljóðandi: Guð, gefðu mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli . Íhaldsmanninn skortir stundum kjark til að breyta því sem þó er hægt að breyta, því vissulega er margt sem færa má til betri vegar . En í þjóðfélaginu, eins og í náttúrunni, eru langflestar stökkbreytingar til hins verra . Aðeins fáeinar eru jákvæðar og varðveitast þannig og leiða til framfara . Vinstri manninn skortir æðruleysi til að sætta sig við, að til eru ótalmargir hlutir sem hvorki hann eða aðrir geta nokkru sinni breytt og menn verða að sætta sig við í umhverfinu, þjóðfélögum mannanna og í náttúrunni . Hann skortir líka vit til að greina á milli þess sem er óbreytanlegt og þess sem hægt er að breyta . Vinstri maður- inn lendir því, eins og don Quixote, í stöð- ugri baráttu við vindmyllur . Allt hans brölt fer í vaskinn og hann, eins og don Quixote, skil ur hvarvetna eftir sig slóð eyðilegg ing ar . Hann hefur sagt skilið við skynsemina í leit sinni að útópíunni .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.