Þjóðmál - 01.09.2010, Side 38

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 38
36 Þjóðmál HAUST 2010 í Evrópusambandið í kosningabaráttunni .7 Í kjölfarið tók Sjálfstæðisflokkurinn upp ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknar lokk - inn undir forystu nýs formanns hans, Hall- dórs Ásgrímssonar, sem varð utan ríkisráð- herra, en flokkarnir áttu ekki sízt sam leið vegna hliðstæðrar afstöðu til Evrópu sam- bands ins í meginatriðum . Skipt um samstarfsflokk Samstarfið við Framsóknarflokkinn stóð í 12 ár eða fram að alþingiskosningun um 2007 . Stefna þeirra ríkisstjórna sem flokk- arnir tveir mynduðu var efnislega óbreytt í Evrópumálum, innganga í Evrópusamband- ið var ekki á dagskrá en fylgjast yrði með þróuninni innan sambandsins með tilliti til íslenzka hagsmuna .8 Sama er að segja um þá stefnu sem samþykkt var á landsfundum Sjálfstæðisflokksins á sama tíma . Eftir því sem á leið varð Halldór hlynntari inngöngu í Evrópusambandið sem reyndi nokkuð á ríkisstjórnarsamstarfið . Aldrei þó þannig að því væri stefnt í hættu . Í ræðu sem Davíð Oddsson flutti á fundi hjá Samtökum um vestræna samvinnu í maí 1997 ítrekaði hann að engir brýnir íslenzkir hagsmunir kölluðu á inngöngu Íslands í Evrópusambandið frekar en áður . Þá virtist stefnan innan sambandsins vera sett á aukna miðstýringu og vaxandi áhrifaleysi einstakra ríkja þess um eigin málefni, nokkuð sem gerði inngöngu í það varla fýsilegri fyrir Íslendinga . Á meðan stefnan væri í þá áttina væri tómt mál að tala um inngöngu Íslands í Evrópusambandið .9 Þessi afstaða Sjálfstæðisflokksins átti eftir 7 Björn Bjarnason: „Kosningaskjálfti“ . Þjóðmál . 1 . hefti, 3 . árg . 2007 . bls . 10 . 8 Vef . „Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 1995“ . <http://www .forsaetisraduneyti . is/utgefid-efni/nr/443> . 9 „Ekki hægt að svara spurningu um aðild í eitt skipti fyrir öll“ . Morgunblaðið 6 . maí, 1997 . bls . 12 . að herðast samhliða því sem meiri samruni átti sér stað innan Evrópusambandsins . Margoft kom fram í máli Davíðs í ræðum og viðtölum að sambandið væri að hans áliti að þróast í áttir sem ekki væru fýsilegar fyrir hagsmuni Íslendinga þar sem stöðugt væri gengið meira á fullveldi aðildarríkjanna, sífellt meiri völd yfir málefnum þeirra færðust til stofnana þess og miðstýring innan sambandsins færðist í aukana með sívaxandi regluverki . Þá væri ljóst m .a . af samtölum við ráðamenn innan Evrópusambandsins að varanlegar undan þágur frá sjávarútvegsstefnu sambands ins væru ekki í boði .10 Formannsskipti Davíð Oddsson lét af formennsku í Sjálf stæð isflokknum á landsfundi flokks i ns haustið 2006 og töldu þá margir að for mannsskiptin yrðu til þess að áherzlur flokks ins í Evrópumálum breyttust . Var sú skoðun byggð á þeirri trú að afstaða Sjálf- stæðis flokksins í málaflokknum byggð ist fyrst og fremst og jafnvel alfarið á þeirri stað- reynd að Davíð hefði vermt for manns stól- inn . Ljóst er að óskhyggja hefur sennilega eink um ráðið ferðinni hjá þeim sem þannig hafa litið á málin fremur en raunsætt mat á að stæð um . Við formennsku í Sjálfstæðisflokknum tók Geir H . Haarde sem verið hafði vara- for maður flokksins og fjármálaráðherra . Geir hafði ekki haft sig ýkja mikið í frammi í umræðum um Evrópumál fram að því og fyrir vikið var hann af mörgum talinn óskrif- að blað . Hugsanlega hefur það verið með vilja gert og hugmyndin verið að taka ekki þá áhættu að stefna framtíðarmöguleikum um formannsstólinn í hættu með því að lýsa afgerandi afstöðu til málsins . 10 Vef . „Viðskiptaþing Verslunarráðs Íslands 2000“ . <http://www .forsaetisraduneyti .is/radherra/raedurog- greinar/nr/332> .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.