Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 38

Þjóðmál - 01.09.2010, Síða 38
36 Þjóðmál HAUST 2010 í Evrópusambandið í kosningabaráttunni .7 Í kjölfarið tók Sjálfstæðisflokkurinn upp ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknar lokk - inn undir forystu nýs formanns hans, Hall- dórs Ásgrímssonar, sem varð utan ríkisráð- herra, en flokkarnir áttu ekki sízt sam leið vegna hliðstæðrar afstöðu til Evrópu sam- bands ins í meginatriðum . Skipt um samstarfsflokk Samstarfið við Framsóknarflokkinn stóð í 12 ár eða fram að alþingiskosningun um 2007 . Stefna þeirra ríkisstjórna sem flokk- arnir tveir mynduðu var efnislega óbreytt í Evrópumálum, innganga í Evrópusamband- ið var ekki á dagskrá en fylgjast yrði með þróuninni innan sambandsins með tilliti til íslenzka hagsmuna .8 Sama er að segja um þá stefnu sem samþykkt var á landsfundum Sjálfstæðisflokksins á sama tíma . Eftir því sem á leið varð Halldór hlynntari inngöngu í Evrópusambandið sem reyndi nokkuð á ríkisstjórnarsamstarfið . Aldrei þó þannig að því væri stefnt í hættu . Í ræðu sem Davíð Oddsson flutti á fundi hjá Samtökum um vestræna samvinnu í maí 1997 ítrekaði hann að engir brýnir íslenzkir hagsmunir kölluðu á inngöngu Íslands í Evrópusambandið frekar en áður . Þá virtist stefnan innan sambandsins vera sett á aukna miðstýringu og vaxandi áhrifaleysi einstakra ríkja þess um eigin málefni, nokkuð sem gerði inngöngu í það varla fýsilegri fyrir Íslendinga . Á meðan stefnan væri í þá áttina væri tómt mál að tala um inngöngu Íslands í Evrópusambandið .9 Þessi afstaða Sjálfstæðisflokksins átti eftir 7 Björn Bjarnason: „Kosningaskjálfti“ . Þjóðmál . 1 . hefti, 3 . árg . 2007 . bls . 10 . 8 Vef . „Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 1995“ . <http://www .forsaetisraduneyti . is/utgefid-efni/nr/443> . 9 „Ekki hægt að svara spurningu um aðild í eitt skipti fyrir öll“ . Morgunblaðið 6 . maí, 1997 . bls . 12 . að herðast samhliða því sem meiri samruni átti sér stað innan Evrópusambandsins . Margoft kom fram í máli Davíðs í ræðum og viðtölum að sambandið væri að hans áliti að þróast í áttir sem ekki væru fýsilegar fyrir hagsmuni Íslendinga þar sem stöðugt væri gengið meira á fullveldi aðildarríkjanna, sífellt meiri völd yfir málefnum þeirra færðust til stofnana þess og miðstýring innan sambandsins færðist í aukana með sívaxandi regluverki . Þá væri ljóst m .a . af samtölum við ráðamenn innan Evrópusambandsins að varanlegar undan þágur frá sjávarútvegsstefnu sambands ins væru ekki í boði .10 Formannsskipti Davíð Oddsson lét af formennsku í Sjálf stæð isflokknum á landsfundi flokks i ns haustið 2006 og töldu þá margir að for mannsskiptin yrðu til þess að áherzlur flokks ins í Evrópumálum breyttust . Var sú skoðun byggð á þeirri trú að afstaða Sjálf- stæðis flokksins í málaflokknum byggð ist fyrst og fremst og jafnvel alfarið á þeirri stað- reynd að Davíð hefði vermt for manns stól- inn . Ljóst er að óskhyggja hefur sennilega eink um ráðið ferðinni hjá þeim sem þannig hafa litið á málin fremur en raunsætt mat á að stæð um . Við formennsku í Sjálfstæðisflokknum tók Geir H . Haarde sem verið hafði vara- for maður flokksins og fjármálaráðherra . Geir hafði ekki haft sig ýkja mikið í frammi í umræðum um Evrópumál fram að því og fyrir vikið var hann af mörgum talinn óskrif- að blað . Hugsanlega hefur það verið með vilja gert og hugmyndin verið að taka ekki þá áhættu að stefna framtíðarmöguleikum um formannsstólinn í hættu með því að lýsa afgerandi afstöðu til málsins . 10 Vef . „Viðskiptaþing Verslunarráðs Íslands 2000“ . <http://www .forsaetisraduneyti .is/radherra/raedurog- greinar/nr/332> .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.