Þjóðmál - 01.09.2010, Side 48

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 48
46 Þjóðmál HAUST 2010 2 . Það var í þessum andbyr sem ég hóf að skrifa greinaflokkinn Á vígvelli sið­ menningar og benda á og vara við þeirri þróun sem leiddi að lokum til hrunsins mikla; notaði einnig sögulegar skírskotanir til skilningsauka . En semsagt, allt var þetta skrifað fyrir hrun og meðan almenningsálitið var kúgað af Baugs pressunni . Í slíkri kúgun koma gall ar lýðræðisins bezt í ljós, ekki sízt þegar aðil ar, sem í hlut eiga, beita fjölmiðlum eins og í þessu tilfelli . Það voru fáir sem töldu þessi skrif þókn- anleg og einatt var ég flokkaður með þeim sem mest voru rakkaðir niður í þessum átök um, en það voru þeir sem báru ábyrgð á réttarríkinu, ríkislögreglustjóri og dóms- málaráðherra, svo ekki sé talað um þá ver- andi ritstjóra Morgunblaðsins og forsætis- ráð herrann . Það er ekki úr vegi að nefna að bæjar stjórn Seltjarnarness hafnaði byggingarkröf um Baugs og staðsetningu þar í bæ á fagleg um grund velli, en bæjarstjórinn uppskar for- síðu níð í DV sem ætlað var að eyði leggja æru hans vegna persónulegra vanda mála sem rata yfirleitt ekki inní dagblöð; koma raun ar engum öðrum við . Persónuleg atlaga var einnig gerð að ritstjóra Morgun blaðsins, bæði í Fréttablaðinu og DV . Og lyga herferð gegn ríkis lögreglustjóra sem gat aldrei borið hönd fyrir höfuð sér vegna embætt is síns, en þá var margvegið í sama knérunn . Og einelti DV heldur enn áfram . Andi Baugs svífur yfir vötnunum . Í raun hefur lítið breytzt, þótt ýmsir, sem þátt tóku í blindingsleiknum, segi nú fátt og reyni að leyna því að þeir voru blekktir . Á allt þetta er minnzt í Á vígvelli sið­ menningar og þá auðvitað að gefnu tilefni . 3 . Þjóðin var ærð af góðæri sem spratt af frjálshyggju krata og sjálfstæðismanna (EES og evrópufrelsið), Sjálfstæðisflokks og Framsóknar (einkavæðing) og Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar (markaðsfrelsi) . En góðærið var veikur gróður eins og nýrækt er að öðru jöfnu . Þá komu þeir til skjalanna sem þóttust vera öðrum meiri ræktunarmenn og ætluðu sér alla uppskeruna, en skildu illgresið eitt eftir (útrásin) . Vinstri grænir og Samfylkingin tóku til við að plægja visinn akurinn á ný með gömlum handplógum, en nýræktin náði sér ekki á strik . Aska við rótina og fýkur jafnvel í logni . Og loks kom Eyjafjallajökull! 4 . Baugsmál voru fyrstu merki um and-stöðu við þá óheillaþróun sem leiddi til hrunsins . Þetta vita náttúrlega allir, þótt reynt hafi verið að sniðganga þessa sögulegu staðreynd og halda í þá firru að hér hafi verið um pólitíska aðför að ræða . Ég vissi þegar á þessum tíma að svo var ekki . Samt var á þessu hamrað og einhver setti þessa flugu í munn viðskiptafræðiprófessors, líklega einn af eigendum Baugs, og reyndu þeir að sýna fram á þetta með tilvitnun í eitt ljóða minna, þar sem orðið innmúrað kemur fyrir, en í staðinn fyrir að hlæja að þessum innmúraða fíflaskap og lævísa uppspuna fóru einhverjir að taka mark á honum! Og ekki bætti Borgarnesræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur úr skák; eða burgeisa- dekur forsetans (sem síðar færði sér Icesave- málið í nyt til að slá striki yfir gamlar útrás- arsyndir) .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.