Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 48

Þjóðmál - 01.09.2010, Blaðsíða 48
46 Þjóðmál HAUST 2010 2 . Það var í þessum andbyr sem ég hóf að skrifa greinaflokkinn Á vígvelli sið­ menningar og benda á og vara við þeirri þróun sem leiddi að lokum til hrunsins mikla; notaði einnig sögulegar skírskotanir til skilningsauka . En semsagt, allt var þetta skrifað fyrir hrun og meðan almenningsálitið var kúgað af Baugs pressunni . Í slíkri kúgun koma gall ar lýðræðisins bezt í ljós, ekki sízt þegar aðil ar, sem í hlut eiga, beita fjölmiðlum eins og í þessu tilfelli . Það voru fáir sem töldu þessi skrif þókn- anleg og einatt var ég flokkaður með þeim sem mest voru rakkaðir niður í þessum átök um, en það voru þeir sem báru ábyrgð á réttarríkinu, ríkislögreglustjóri og dóms- málaráðherra, svo ekki sé talað um þá ver- andi ritstjóra Morgunblaðsins og forsætis- ráð herrann . Það er ekki úr vegi að nefna að bæjar stjórn Seltjarnarness hafnaði byggingarkröf um Baugs og staðsetningu þar í bæ á fagleg um grund velli, en bæjarstjórinn uppskar for- síðu níð í DV sem ætlað var að eyði leggja æru hans vegna persónulegra vanda mála sem rata yfirleitt ekki inní dagblöð; koma raun ar engum öðrum við . Persónuleg atlaga var einnig gerð að ritstjóra Morgun blaðsins, bæði í Fréttablaðinu og DV . Og lyga herferð gegn ríkis lögreglustjóra sem gat aldrei borið hönd fyrir höfuð sér vegna embætt is síns, en þá var margvegið í sama knérunn . Og einelti DV heldur enn áfram . Andi Baugs svífur yfir vötnunum . Í raun hefur lítið breytzt, þótt ýmsir, sem þátt tóku í blindingsleiknum, segi nú fátt og reyni að leyna því að þeir voru blekktir . Á allt þetta er minnzt í Á vígvelli sið­ menningar og þá auðvitað að gefnu tilefni . 3 . Þjóðin var ærð af góðæri sem spratt af frjálshyggju krata og sjálfstæðismanna (EES og evrópufrelsið), Sjálfstæðisflokks og Framsóknar (einkavæðing) og Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar (markaðsfrelsi) . En góðærið var veikur gróður eins og nýrækt er að öðru jöfnu . Þá komu þeir til skjalanna sem þóttust vera öðrum meiri ræktunarmenn og ætluðu sér alla uppskeruna, en skildu illgresið eitt eftir (útrásin) . Vinstri grænir og Samfylkingin tóku til við að plægja visinn akurinn á ný með gömlum handplógum, en nýræktin náði sér ekki á strik . Aska við rótina og fýkur jafnvel í logni . Og loks kom Eyjafjallajökull! 4 . Baugsmál voru fyrstu merki um and-stöðu við þá óheillaþróun sem leiddi til hrunsins . Þetta vita náttúrlega allir, þótt reynt hafi verið að sniðganga þessa sögulegu staðreynd og halda í þá firru að hér hafi verið um pólitíska aðför að ræða . Ég vissi þegar á þessum tíma að svo var ekki . Samt var á þessu hamrað og einhver setti þessa flugu í munn viðskiptafræðiprófessors, líklega einn af eigendum Baugs, og reyndu þeir að sýna fram á þetta með tilvitnun í eitt ljóða minna, þar sem orðið innmúrað kemur fyrir, en í staðinn fyrir að hlæja að þessum innmúraða fíflaskap og lævísa uppspuna fóru einhverjir að taka mark á honum! Og ekki bætti Borgarnesræða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur úr skák; eða burgeisa- dekur forsetans (sem síðar færði sér Icesave- málið í nyt til að slá striki yfir gamlar útrás- arsyndir) .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.