Þjóðmál - 01.09.2010, Side 54

Þjóðmál - 01.09.2010, Side 54
52 Þjóðmál HAUST 2010 Þegar Bandaríkjastjórn íhugaði að kaupa Ísland af Dönum Fyrr á þessu ári kom út bókin The Future History of the Arctic eftir Charles Emmerson . Eins og nafn bókarinnar gefur til kynna snýst hún um sýn höfundarins um framtíðarskipan á Norðurskautinu . Í bók inni er rakin saga þess hvernig ríki hafa styrkt stöðu sína á heimskautasvæðinu . Þar er því meðal annars lýst á ítarlegan hátt þegar Bandaríkin keyptu Alaska af Rússum fyrir 7,2 milljónir dollara (um 100 milljónir dollara í dag) árið 1867 í forsetatíð Abrahams Lincolns . Willam H . Seward tapaði í prófkjöri repú- blikana um forsetaembættið gegn Lincoln 1860, en varð síðan utanríkisráð herra í rík- is stjórn hans og beitti sér mark visst fyrir að færa út landamæri Bandaríkj anna . Hann reyndi meðal annars að kaupa Dönsku jóm frúreyjar (Danish Virgin Islands) af Dönum árið 1867, tveimur áru m eftir dauða Lincolns . Buðu Bandaríkja menn 5 milljónir dollara fyrir eyjarnar þrjár, en urðu að hækka boðið í 7,5 milljónir, hærra verð en greitt var fyrir Alaska, fyrir aðeins tvær þeirra . Öldungadeild Bandaríkja þings vildi hins vegar ekki samþykkja kaupin og ekkert varð af þeim . Bandaríkin eign uðust eyjarnar svo 50 árum síðar þegar Panama- skurðurinn kom til sögunnar og greiddu þá 25 milljónir dollara fyrir þær . Í bók sinni skýrir Emmerson frá athug-un um á vegum Bandaríkjastjórnar um hag Bandaríkjanna af því á þessum árum að eignast Grænland og Ísland . Þar segir: Á tímum mikilla umbrota í stjórnmálum og utan ríkismálum á árunum 1867 til 1880, sem færðu Bandaríkin og Kanada inn á norður skautið, sluppu tvær evrópsk- ar nýlendur – Græn land og Ísland – und- an amerísku út þensl unni . [William H .] Seward [utanríkisráð- herra Banda ríkjanna] bað árið 1868, að hvatn ingu Roberts Johns Walkers, fyrr- ver andi fjár málaráðherra Bandaríkjanna, utan ríkis ráðu neytið um skýrslu um auð- lindir í þessum löndum til að geta lagt mat á hugsanlegt gildi þeirra fyrir Banda- ríkin . Benjamin [Mills] Peirce, ungur námuverkfræðingur af frægri ætt manna með sterkar rætur í stjórnmálum og vísindum [faðir hans, Benjamin Peirce, var mikilsmetinn stærðfræðingur og stjörnu- fræðingur við Harvard-háskóla], samdi skýrsl una en harmaði í formála hennar,

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.