Þjóðmál - 01.09.2011, Page 8

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 8
6 Þjóðmál HAUST 2011 Breski rithöfundurinn og sagn fræð-ingurinn Paul Johnson, sem frá er sagt í þessu hefti Þjóðmála (bls . 71–76), komst eitt sinn svo að orði við Margréti Thatcher við upphaf forsætisráðherraferils hennar: „Það er fernt sem einkennir mikla leið- toga . Í fyrsta lagi, einfaldleiki . Þú þarft ein ungis að leggja áherslu á tvær eða þrjár mikil vægar en einfaldar hugmyndir sem þú trúir á og berst fyrir af öllum lífs og sálar kröftum . Í öðru lagi, vilja styrkur . Hann skiptir mestu máli . Þú verður að búa yfir gífurlegum viljastyrk og fylgja grund- vallar hugmyndum þínum fram af festu . Ef hugmyndir þínar eru réttar — og það verða þær að vera — þá mun þér takast ætlunarverk þitt og þú verður mikill leið togi . Í þriðja lagi verður þú að sýna þrautseigju . Það er annað orð yfir hugrekki — hugrekki til að halda þínu striki við að koma hinum stóru hugmyndum þínum í fram kvæmd, sérstaklega þegar á móti blæs og fáir styðja við bakið á þér . Í fjórða lagi verður þú að hafa hæfileika til að koma boðskap þínum til skila til almennings .“ Frú Thatcher kvaðst sammála þessu öllu . Hún viðurkenndi að hún ætti erfiðast með að uppfylla fjórða liðinn — að ná til almenn- ings . En hverjar voru stóru hug mynd irnar hennar? spurði Johnson . Hún svaraði: „Í fyrsta lagi að minnka eyðslu og skatt- heimtu, sem þýðir að draga úr umsvifum ríkisins . Í öðru lagi, sem sagt, takmarkað ríkisvald, en þó þannig að ríkið sé sterkt og ráði með ótvíræðum hætti þegar til kast anna kemur . Það þýðir við núverandi aðstæður að brjóta verkalýðs félögin á bak aftur . Þau eyðilögðu þrjár síðustu ríkisstjórnir, Wilson- stjórnina á árunum 1968–1970, Heath- stjórnina 1974 og Callaghan-stjórnina 1979 . Thatcher barónessa heilsar upp á Benedikt páfa XVI á Péturstorginu í Róm í maí 2009 . Kaþólikk inn Paul Johnson leggur orð í belg . Sá sem heldur á regnhlífinni eða öllu heldur sólhlífinni (og sést ekki á myndinni!) er Charles Moore, fyrrverandi ritstjóri Daily Telegraph, en hann gerðist kaþólskur undir lok tíunda áratugarins .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.