Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 8

Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 8
6 Þjóðmál HAUST 2011 Breski rithöfundurinn og sagn fræð-ingurinn Paul Johnson, sem frá er sagt í þessu hefti Þjóðmála (bls . 71–76), komst eitt sinn svo að orði við Margréti Thatcher við upphaf forsætisráðherraferils hennar: „Það er fernt sem einkennir mikla leið- toga . Í fyrsta lagi, einfaldleiki . Þú þarft ein ungis að leggja áherslu á tvær eða þrjár mikil vægar en einfaldar hugmyndir sem þú trúir á og berst fyrir af öllum lífs og sálar kröftum . Í öðru lagi, vilja styrkur . Hann skiptir mestu máli . Þú verður að búa yfir gífurlegum viljastyrk og fylgja grund- vallar hugmyndum þínum fram af festu . Ef hugmyndir þínar eru réttar — og það verða þær að vera — þá mun þér takast ætlunarverk þitt og þú verður mikill leið togi . Í þriðja lagi verður þú að sýna þrautseigju . Það er annað orð yfir hugrekki — hugrekki til að halda þínu striki við að koma hinum stóru hugmyndum þínum í fram kvæmd, sérstaklega þegar á móti blæs og fáir styðja við bakið á þér . Í fjórða lagi verður þú að hafa hæfileika til að koma boðskap þínum til skila til almennings .“ Frú Thatcher kvaðst sammála þessu öllu . Hún viðurkenndi að hún ætti erfiðast með að uppfylla fjórða liðinn — að ná til almenn- ings . En hverjar voru stóru hug mynd irnar hennar? spurði Johnson . Hún svaraði: „Í fyrsta lagi að minnka eyðslu og skatt- heimtu, sem þýðir að draga úr umsvifum ríkisins . Í öðru lagi, sem sagt, takmarkað ríkisvald, en þó þannig að ríkið sé sterkt og ráði með ótvíræðum hætti þegar til kast anna kemur . Það þýðir við núverandi aðstæður að brjóta verkalýðs félögin á bak aftur . Þau eyðilögðu þrjár síðustu ríkisstjórnir, Wilson- stjórnina á árunum 1968–1970, Heath- stjórnina 1974 og Callaghan-stjórnina 1979 . Thatcher barónessa heilsar upp á Benedikt páfa XVI á Péturstorginu í Róm í maí 2009 . Kaþólikk inn Paul Johnson leggur orð í belg . Sá sem heldur á regnhlífinni eða öllu heldur sólhlífinni (og sést ekki á myndinni!) er Charles Moore, fyrrverandi ritstjóri Daily Telegraph, en hann gerðist kaþólskur undir lok tíunda áratugarins .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.