Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 11

Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 11
 Þjóðmál HAUST 2011 9 menn ingur lengi tekist á við þann vanda að skilgreina stöðu sína innan Kanada þar sem enska er hið „ráðandi“ tungumál . Þar telja fræðimenn nú að hugtakið multicult­ uralism, fjölmenning, dugi ekki til að lýsa samfélaginu . Þess í stað beri að styðjast við hug takið interculturalism, sem mætti kalla „sam hliðamenningu“ á íslensku . Í hugtakinu samhliðamenning felst að menningarlegur grunnur í Quebec sé fransk ur . Á þeim grunni skuli unnið að því að fella aðra menningarstrauma í sama farveg án þess að vega að sérstöðu þeirra eða grafa undan fjölbreytileika . Talsmenn sam- hliða menn ingar segja að með því að árétta gildi hennar sé unnt að snúast til varnar fyrir fjöl menningu án þess að vega að „grunn- menn ingu“ samfélagsins . Michael Böss segir Kanada menn hafa hafnað þeirri kenningu að unnt sé að viðhalda kanadísku samfélagi án sam eiginlegrar opinberrar menningar og vit undar (identitet) . Þetta sé sama skoðun og hafi knúið David Cameron til að lýsa andstöðu við hugmyndafræðilegt inntak fjöl menningar í München fyrr á þessu ári . Hugur hans standi einfaldlega til þess að þjóð ernis legir minnihlutahópar í Bretlandi líti á sig sem Breta án þess að Cameron hafni ólíkum menningarstraumum . Forsætis ráð- herr ann vilji að á Bretlandi viðurkenni íbú- arn ir „grunnmenningu“ Breta hver svo sem upp runi íbúanna sé . Þegar við Íslendingar veltum þessum mál- um fyrir okkur eru að sumu leyti hæg heima- tökin því að við getum litið til reynslu Íslend- inga sem settust að í Vesturheimi . Árið 1964 fór ég í fyrsta sinn til Winnipeg og hitti þar meðal annars dr . Paul Thorlakson (1895– 1989) og hlustaði á hann tala um stöðu fólks af íslensku bergi brotið og nauðsyn þess að leggja rækt við menningu þess en sýna Kanada samtímis skilyrðislausa hollustu . Dr . Thorlakson lagði mikið af mörkum til umræðna í Kanada öllu um gildi fjöl- menningar í þeim skilningi að ekki bæri að kæfa upp runalega menningarstrauma held- ur hlú að þeim um leið og „grunnmenning“ hins nýja samfélags væri virt . Hann sat um tíma í Fjölmenningarráði Kanada og beitti sér fyrir margvíslegum aðgerðum til að styrkja tengsl Kanadamanna af íslenskum uppruna við menningarlegar rætur forfeðra sinna, meðal annars með því að koma á fót kennarastöðu í íslensku og íslenskum bók- menntum við Háskólann í Manitoba . Á þessu ferðalagi sat ég margar samkom- ur með Vestur-Íslendingum og undraðist í fyrstu að jafnan þegar þeir komu saman sungu þeir þjóðsöng Kanada til að árétta holl ustu við sinn nýja menningarheim sam hliða því sem þeir hittust í því skyni að njóta hinnar íslensku menningaræðar . Er þetta ekki einmitt samhliðamenning? Hefur hún ekki reynst Vestur-Íslendingum vel í Kanada samtímis því sem tengsl þeirra við Ísland og Íslendinga þroskast og dafna? II . Róbert Spanó, lagaprófessor við Háskóla Íslands, ritaði grein í Fréttablaðið 8 . ágúst þar sem hann minnti á að hann hefði snemma árs talið skipan stjórnlagaráðs reista á „ótraustum grundvelli“ eftir ákvörð un hæsta réttar um að ógilda kosningar til stjórn- lagaþings . Alþingi hefði þó valið þá leið . Í grein sinni minnir Róbert á þá staðreynd að valdið til að breyta stjórnarskránni sé í höndum alþingis samkvæmt 79 . grein stjórn ar skrárinnar . Stjórnlagaráð leggi fram tillögur en breyti ekki stjórnarskránni . Að sjálf sögðu verði ekki fallist á tillögurnar um ræðulaust . Grein prófessorsins lýtur að miklu óþoli sumra fulltrúa stjórnlagaráðs vegna skorts á tafarlausum um ræðum eða ákvörðunum vegna tillagna ráðs ins um nýja stjórnarskrá . Stjórn lagaráðsliðar eru ekki hinir einu sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.