Þjóðmál - 01.09.2011, Page 11

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 11
 Þjóðmál HAUST 2011 9 menn ingur lengi tekist á við þann vanda að skilgreina stöðu sína innan Kanada þar sem enska er hið „ráðandi“ tungumál . Þar telja fræðimenn nú að hugtakið multicult­ uralism, fjölmenning, dugi ekki til að lýsa samfélaginu . Þess í stað beri að styðjast við hug takið interculturalism, sem mætti kalla „sam hliðamenningu“ á íslensku . Í hugtakinu samhliðamenning felst að menningarlegur grunnur í Quebec sé fransk ur . Á þeim grunni skuli unnið að því að fella aðra menningarstrauma í sama farveg án þess að vega að sérstöðu þeirra eða grafa undan fjölbreytileika . Talsmenn sam- hliða menn ingar segja að með því að árétta gildi hennar sé unnt að snúast til varnar fyrir fjöl menningu án þess að vega að „grunn- menn ingu“ samfélagsins . Michael Böss segir Kanada menn hafa hafnað þeirri kenningu að unnt sé að viðhalda kanadísku samfélagi án sam eiginlegrar opinberrar menningar og vit undar (identitet) . Þetta sé sama skoðun og hafi knúið David Cameron til að lýsa andstöðu við hugmyndafræðilegt inntak fjöl menningar í München fyrr á þessu ári . Hugur hans standi einfaldlega til þess að þjóð ernis legir minnihlutahópar í Bretlandi líti á sig sem Breta án þess að Cameron hafni ólíkum menningarstraumum . Forsætis ráð- herr ann vilji að á Bretlandi viðurkenni íbú- arn ir „grunnmenningu“ Breta hver svo sem upp runi íbúanna sé . Þegar við Íslendingar veltum þessum mál- um fyrir okkur eru að sumu leyti hæg heima- tökin því að við getum litið til reynslu Íslend- inga sem settust að í Vesturheimi . Árið 1964 fór ég í fyrsta sinn til Winnipeg og hitti þar meðal annars dr . Paul Thorlakson (1895– 1989) og hlustaði á hann tala um stöðu fólks af íslensku bergi brotið og nauðsyn þess að leggja rækt við menningu þess en sýna Kanada samtímis skilyrðislausa hollustu . Dr . Thorlakson lagði mikið af mörkum til umræðna í Kanada öllu um gildi fjöl- menningar í þeim skilningi að ekki bæri að kæfa upp runalega menningarstrauma held- ur hlú að þeim um leið og „grunnmenning“ hins nýja samfélags væri virt . Hann sat um tíma í Fjölmenningarráði Kanada og beitti sér fyrir margvíslegum aðgerðum til að styrkja tengsl Kanadamanna af íslenskum uppruna við menningarlegar rætur forfeðra sinna, meðal annars með því að koma á fót kennarastöðu í íslensku og íslenskum bók- menntum við Háskólann í Manitoba . Á þessu ferðalagi sat ég margar samkom- ur með Vestur-Íslendingum og undraðist í fyrstu að jafnan þegar þeir komu saman sungu þeir þjóðsöng Kanada til að árétta holl ustu við sinn nýja menningarheim sam hliða því sem þeir hittust í því skyni að njóta hinnar íslensku menningaræðar . Er þetta ekki einmitt samhliðamenning? Hefur hún ekki reynst Vestur-Íslendingum vel í Kanada samtímis því sem tengsl þeirra við Ísland og Íslendinga þroskast og dafna? II . Róbert Spanó, lagaprófessor við Háskóla Íslands, ritaði grein í Fréttablaðið 8 . ágúst þar sem hann minnti á að hann hefði snemma árs talið skipan stjórnlagaráðs reista á „ótraustum grundvelli“ eftir ákvörð un hæsta réttar um að ógilda kosningar til stjórn- lagaþings . Alþingi hefði þó valið þá leið . Í grein sinni minnir Róbert á þá staðreynd að valdið til að breyta stjórnarskránni sé í höndum alþingis samkvæmt 79 . grein stjórn ar skrárinnar . Stjórnlagaráð leggi fram tillögur en breyti ekki stjórnarskránni . Að sjálf sögðu verði ekki fallist á tillögurnar um ræðulaust . Grein prófessorsins lýtur að miklu óþoli sumra fulltrúa stjórnlagaráðs vegna skorts á tafarlausum um ræðum eða ákvörðunum vegna tillagna ráðs ins um nýja stjórnarskrá . Stjórn lagaráðsliðar eru ekki hinir einu sem

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.