Þjóðmál - 01.09.2011, Side 17

Þjóðmál - 01.09.2011, Side 17
 Þjóðmál HAUST 2011 15 Ístjórnmálum eru það stjórnarliðar sem framkvæma en stjórnarandstæðingar sem gagnrýna . Stjórnarandstaðan notar hvert tækifæri til að klekkja á stjórninni og lætur því vel í sér heyra án þess að velta sér sérstaklega upp úr afleiðingum orða sinna síðar meir . Þess vegna getur verið kostulegt þegar stjórnarandstaðan kemst til valda og talar á skjön við sjálfa sig og fyrri orð . Á Íslandi eru margir stjórnmálamenn sem hafa prófað bæði hlutverkin, að sitja í stjórn og að sitja í stjórnarandstöðu . Nú ver andi for sætisráðherra, Jóhanna Sig urðar dóttir, er ein þeirra . Hún hefur lofað einu í stjórn- ar and stöðu en gert annað í ráð herra stóln- um og hefur raunar orðið tvísaga í mörg um mál um líðandi stundar . Birt ingar myndir tví skinn ungs hennar eru marg víslegar og verða nokkrum þeirra gerð skil hér . Fyrirspyrjandinn Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Jóhanna Sigurðardóttir var sannkölluð drottn- ing fyrirspurna á Alþingi . Vikulega bar hún upp fyrirspurnir af ýmsum toga sem starfsmenn ráðuneyta ásamt öðrum ríkis- starfsmönnum þurftu að hafa sig alla við til að svara samviskusamlega . Hátindi fyrir- spurna hennar var síðan náð á 17 mán- aða tímabili, frá október 2003 fram til febrúar 2005 . Þá lagði hún fram alls 107 fyrirspurnir eða hátt í fjórar fyrirspurnir í hverri starfsviku þingsins . Jóhanna veitti því framkvæmdavaldinu mikið aðhald en auk þess að leggja fram allar þessar fyrirspurnir brást hún ókvæða við ef svörin bárust ekki á tilteknum tíma, voru ófullnægjandi eða beinlínis röng . Í nóvember árið 1996 bar Jóhanna upp fyrirspurn við þáverandi félagsmálaráðherra, Pál Pétursson, um samanburð á verði, greiðslubyrði og leigu íbúða í félagslega húsnæðiskerfinu annars vegar og á almennum markaði hins vegar . Þegar svör félagsmálaráðherra bárust sagði Jóhanna fullum fetum að „við jaðrar að um beina fölsun á staðreyndum sé að ræða“, sem að jafna mætti við „hreina valdníðslu“ . Sagði hún svörin „ámælisverð og ófyrirleitin“ og beindi því að lokum til Ríkisendurskoðunar að leggja mat á svör Páls . Árið 2001 lagði Jóhanna svo fram og mælti fyrir um þingsályktunartillögu ásamt flokks- mönnum sínum um breytingar á lögum um ráðherraábyrgð . Í tillögunni segir orðrétt: Varla þarf um það að deila að mikilvægt er að hægt sé að treysta upplýsingum sem ráðherrar gefa Alþingi . Það er grund vall- aratriði til að styrkja þingræðið í landinu og eftirlitshlutverk Alþingis með fram- Kristinn Ingi Jónsson Tvö andlit Jóhönnu

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.