Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 23

Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 23
 Þjóðmál HAUST 2011 21 tillögunum . Reynt verður eins og kostur er að skýra þetta flókna mál á einfald an og aðgengilegan hátt án þess þó að rýra um of innihald hinnar lögfræðilegu greiningar . Áður en vikið verður að einstökum atriðum frumvarpsins er nauðsynlegt að greina frá meginreglum gildandi kvótakerfis . Meginreglur íslenska kvótakerfisins A ð nokkru leyti má rekja tilurð íslenska kvótakerfisins til breytinga sem gerðar voru á stjórn botnfiskveiða árið 1984 . Á tímabilinu 1984–1990 voru margvíslegar undantekningar gerðar frá meginreglum kerfisins en lagagrundvöllur þess var ótraustur þar eð lög um efnið voru tímabundin . Vorið 1990 voru gerðar grundvallarbreytingar á kerfinu þar sem samþykkt voru ótímabundin lög um stjórn fiskveiða nr . 38/1990 og heimilað var að framselja aflaheimildir (aflahlutdeild4 og aflamark5) . Lögin komu til framkvæmda 1 . janúar 1991 en var oft breytt þar til að þau voru endurútgefin sem lög um stjórn fiskveiða nr . 116/2006 (FSL) . FSL hefur verið breytt í nokkrum mæli, sérstaklega síðan árið 2009 . Grundvöllur íslenska kvótakerfisins hef- ur verið sá að sjávarútvegsráðherra hefur, að fenginni ráðgjöf Hafrannsóknastofn unar, gefið út reglugerðir um leyfilegan heilda r- afla (heildarkvóta) í verðmætustu teg und um 4 Í aflahlutdeild fiskiskips felst afmarkað og ótíma- bundið prósentuhlutfall í heildarkvóta hverrar teg undar og skal aflahlutdeild vera óbreytt á milli ára . Alls hefur aflahlutdeild verið nú skipt í 25 tegundum nytjastofna, 20 samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða og 5 á grundvelli laga um veiðar utan fiskveiðilandhelgi Íslands nr . 151/1996 . 5 Aflamark er það magn sem hvert skip má veiða af nytjastofni á ákveðnu veiðitímabili eða vertíð . Að meginreglu skal aflamark hvers skips á hverju veiði- tímabili eða vertíð ráðast af heildarkvóta viðkomandi tegundar nytjastofns og aflahlutdeild skips í heildar- kvótanum, sbr . til hliðsjónar neðanmálsgrein 7 . nytjastofna sjávar yfir ákveðið veiði tímabil . Ákvarðanir um heildarkvóta eru teknar til að stuðla að fiskvernd þar eð magn- takmarkanir kvótakerfisins lúta eingöngu að því að takmarka fiskveiðidauða en ekki hvaða hömlur þurfa að vera á notkun veiðar færa, m .a . með tilliti til smáfiskadráps og verndunar á búsvæðum nytjastofna . Hinar fiskifræðilegu forsendur kerfisins eru ein faldlega þær að halda verður lífmassa hvers stofns í viðunandi ásigkomulagi þrátt fyrir fiskveiðar og að ekki skipti máli hvernig dauða fisks bar að vegna veiða, þ .e . byggt er á því að fiskur, sem veiddur er með botnvörpu, flotvörpu, dragnót, neti, línu, handfæri og öðrum veiðarfærum, sé dauður, sama hvaða veiðarfæri olli því að hann drapst . Í ljósi þess að heildaraflamagn hvers veiði- tímabils er takmarkað verður að skipta því með einhverjum hætti . Það hefur verið gert með því að veita starfandi útgerðum fiski- skipa veiðileyfi og einstaklingsbundnar afla- heimildir . Aflaheimildir eru fram seljan legar að tilteknum skilyrðum uppfylltum og með óbeinum hætti veðhæfar, þ .e . löglegt er að veðsetja fiskiskip ásamt þeim lang tíma fiskveiðiréttindum (aflahlutdeild og króka- aflahlutdeild6) sem á það eru skráð . Aflaheimildunum eru ljáð hin eignar- réttarlegu einkenni til að hámarka afrakstur auðl indanýtingarinnar . Þessir eignar réttar- legu eiginleikar aflaheimilda hafa m .a . þótt umdeildir í ljósi þeirra yfirlýsinga í 1 . gr . 6 Hugtakið krókaaflahlutdeild er grundvallarhugtak í „litla kvótakerfinu“ sem er eingöngu fyrir báta und ir 15 brúttótonnum og veiða eingöngu með línu- og/eða handfæri (krókabátur) . Í króka aflahlut- deild felst afmarkað og ótímabundið prósentu hlut- fall í heildarkvóta hverrar tegundar og skal hún vera óbreytt á milli ára . Krókaaflamark er hins vegar afla- magn sem útgerð krókabáts er heimilt að veiða af til- tekinni tegund nytjastofns á hverju veiði tímabili eða vertíð . Sömu meginreglur gilda í litla kvóta kerfinu og í því stóra . Framselja má aflaheim ildir úr stóra kerfinu í það litla en ekki úr því litla í það stóra .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.