Þjóðmál - 01.09.2011, Side 24

Þjóðmál - 01.09.2011, Side 24
22 Þjóðmál HAUST 2011 laga um stjórn fiskveiða að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóð- arinnar og að úthlutun veiðiheimilda sam- kvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum . Það er þýðingarmikið að setja megin regl- ur kvótakerfisins í samhengi við þá staðreynd að tilteknu aflamagni hefur annars vegar verið varið í ýmis fiskveiðistjórnkerfi króka- báta (sbr . nú krókaaflahlutdeildarkerfi ð) og hins vegar í svokallaðar sérúthlutanir afla heimilda . Með þessu hefur í sumum teg und um nytjastofna7 verið dregið úr hlut falls legu vægi aflahlutdeildarinnar . Á manna máli þýðir þetta að stjórnmálamenn hafa með reglulegu millibili síðan árið 1991 fært aflaheimildir í nokkrum tegundum nytja stofna frá einum útgerðarmanni til þess næsta . Ekki hafa verið greiddar skaðabætur úr ríkis sjóði vegna þessa . Sjávarútvegur hefur um nokkurt skeið greitt sérstakt gjald til ríkissjóðs, hið svo- kallaða veiðigjald . Samkvæmt gildandi lögum er veiðigjaldið skattur . Álagn ingar- stigið var komið upp í 9,5% við upphaf fisk- veiðiársins 2009/2010 en hafði verið lægra fram að því . Það var nýlega hækkað upp í 13,3%, sbr . áðurnefnd lög nr . 70/2011 (minna kvótafrumvarpið) .8 7 Þetta hefur fyrst og fremst átt við stjórn veiða í botnfisktegundunum þorski, ýsu, ufsa og steinbít . Þessi frávik frá meginreglum um úthlutun afla- heimilda á grundvelli aflahlutdeildarkerfisins má skýra með dæmi: Heildarkvóti í tegundinni A er 125.000 tonn á fiskveiðiárinu Y. Alls eru 25.000 tonn dregin frá heildarkvótanum vegna fiskveiðiréttinda krókabáta og sérúthlutana aflaheimilda. Hafi útgerð skipsins B 10% aflahlutdeild í tegundinni A má skipið á fiskveiðiárinu Y veiða 10.000 tonn (100.000*0,1) í stað 12.500 tonna (125.000*0,1) . 8 Nánar er fjallað um meginreglur kvótakerfisins í eldri skrifum mínum, sbr . t .d . nýútkomið rit mitt: Þjóðin og kvótinn: Um íslenska fiskveiðistjórnkerfið 1991–2010 og stjórnskipuleg álitaefni . Ritröð Lagastofnunar Háskóla Ísland snr . 9 . Bókaútgáfan Codex, Reykjavík 2011 . Hverju á að breyta með stóra kvótafrumvarpinu? Með framlagningu stóra kvóta frum-varpsins má draga ályktanir um þær meginlínur sem núverandi stjórnarflokkar hafa komið sér saman um í framtíðarskip an stjórnkerfis fiskveiða . Fyrst ber að nefna þá áherslu í 1 . gr . frumvarpsins að nytja stofnar á Íslandsmiðum séu í „óskoraðri þjóðareign“ og að ráðherra fari með „forsjá, vörslu og ráð stöfunarrétt auðlindarinnar“ . Af þessu leiðir að einstaklingum eða lögaðilum má ein göngu veita „tímabundinn rétt til afnota eða hagnýtingar á auðlindinni gegn gjaldi“ . Rétt indi einstaklinga og lögaðila samkvæmt frum varpinu mynda „hvorki beinan né óbein an eignarrétt eða óafturkallanlegt for ræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“ . Segja má að 1 . gr . frumvarpsins slái tóninn fyrir frumvarpið í heild, þ .e . takmarka á rétt indi einkaaðila frá því sem áður hefur tíðkast en auka valdheimildir stjórnvalda . Samkvæmt frumvarpinu verður að meg in- stefnu áfram byggt á því að það sé ráð herra sem ákveði heildarkvótann í einstökum teg- undum nytjastofna .9 Heildarkvótanum verð- ur fyrst um sinn aðallega skipt á grund velli nýtingarsamninga sem á að gera milli stjórn- valda og núverandi handhafa afla heimilda og krókaaflaheimilda . Samn ingarnir verða til 15 ára en að þeim tíma liðnum má semja við handhafa réttindanna í 8 ár í viðbót . Færa á auknar aflaheimildir frá afla- og krókaaflahlutdeildarkerfinu í það sem kalla má félagslega potta, þ .e . strandveiðihluta, byggðahluta, leiguhluta, línuívilnunarhluta og bótahluta . Nokkuð ítarleg ákvæði eru um þessa tilfærslu í botnfisktegundunum 9 Veita á ráðherra heimild til að grípa til „annarra jafngildra ráðstafana til að veiðar séu stundaðar með sjálfbærum og ábyrgum hætti“, sbr . lokamálslið 1 . mgr . 3 . gr . frumvarpsins .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.