Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 24

Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 24
22 Þjóðmál HAUST 2011 laga um stjórn fiskveiða að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu sameign íslensku þjóð- arinnar og að úthlutun veiðiheimilda sam- kvæmt lögunum myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum . Það er þýðingarmikið að setja megin regl- ur kvótakerfisins í samhengi við þá staðreynd að tilteknu aflamagni hefur annars vegar verið varið í ýmis fiskveiðistjórnkerfi króka- báta (sbr . nú krókaaflahlutdeildarkerfi ð) og hins vegar í svokallaðar sérúthlutanir afla heimilda . Með þessu hefur í sumum teg und um nytjastofna7 verið dregið úr hlut falls legu vægi aflahlutdeildarinnar . Á manna máli þýðir þetta að stjórnmálamenn hafa með reglulegu millibili síðan árið 1991 fært aflaheimildir í nokkrum tegundum nytja stofna frá einum útgerðarmanni til þess næsta . Ekki hafa verið greiddar skaðabætur úr ríkis sjóði vegna þessa . Sjávarútvegur hefur um nokkurt skeið greitt sérstakt gjald til ríkissjóðs, hið svo- kallaða veiðigjald . Samkvæmt gildandi lögum er veiðigjaldið skattur . Álagn ingar- stigið var komið upp í 9,5% við upphaf fisk- veiðiársins 2009/2010 en hafði verið lægra fram að því . Það var nýlega hækkað upp í 13,3%, sbr . áðurnefnd lög nr . 70/2011 (minna kvótafrumvarpið) .8 7 Þetta hefur fyrst og fremst átt við stjórn veiða í botnfisktegundunum þorski, ýsu, ufsa og steinbít . Þessi frávik frá meginreglum um úthlutun afla- heimilda á grundvelli aflahlutdeildarkerfisins má skýra með dæmi: Heildarkvóti í tegundinni A er 125.000 tonn á fiskveiðiárinu Y. Alls eru 25.000 tonn dregin frá heildarkvótanum vegna fiskveiðiréttinda krókabáta og sérúthlutana aflaheimilda. Hafi útgerð skipsins B 10% aflahlutdeild í tegundinni A má skipið á fiskveiðiárinu Y veiða 10.000 tonn (100.000*0,1) í stað 12.500 tonna (125.000*0,1) . 8 Nánar er fjallað um meginreglur kvótakerfisins í eldri skrifum mínum, sbr . t .d . nýútkomið rit mitt: Þjóðin og kvótinn: Um íslenska fiskveiðistjórnkerfið 1991–2010 og stjórnskipuleg álitaefni . Ritröð Lagastofnunar Háskóla Ísland snr . 9 . Bókaútgáfan Codex, Reykjavík 2011 . Hverju á að breyta með stóra kvótafrumvarpinu? Með framlagningu stóra kvóta frum-varpsins má draga ályktanir um þær meginlínur sem núverandi stjórnarflokkar hafa komið sér saman um í framtíðarskip an stjórnkerfis fiskveiða . Fyrst ber að nefna þá áherslu í 1 . gr . frumvarpsins að nytja stofnar á Íslandsmiðum séu í „óskoraðri þjóðareign“ og að ráðherra fari með „forsjá, vörslu og ráð stöfunarrétt auðlindarinnar“ . Af þessu leiðir að einstaklingum eða lögaðilum má ein göngu veita „tímabundinn rétt til afnota eða hagnýtingar á auðlindinni gegn gjaldi“ . Rétt indi einstaklinga og lögaðila samkvæmt frum varpinu mynda „hvorki beinan né óbein an eignarrétt eða óafturkallanlegt for ræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“ . Segja má að 1 . gr . frumvarpsins slái tóninn fyrir frumvarpið í heild, þ .e . takmarka á rétt indi einkaaðila frá því sem áður hefur tíðkast en auka valdheimildir stjórnvalda . Samkvæmt frumvarpinu verður að meg in- stefnu áfram byggt á því að það sé ráð herra sem ákveði heildarkvótann í einstökum teg- undum nytjastofna .9 Heildarkvótanum verð- ur fyrst um sinn aðallega skipt á grund velli nýtingarsamninga sem á að gera milli stjórn- valda og núverandi handhafa afla heimilda og krókaaflaheimilda . Samn ingarnir verða til 15 ára en að þeim tíma liðnum má semja við handhafa réttindanna í 8 ár í viðbót . Færa á auknar aflaheimildir frá afla- og krókaaflahlutdeildarkerfinu í það sem kalla má félagslega potta, þ .e . strandveiðihluta, byggðahluta, leiguhluta, línuívilnunarhluta og bótahluta . Nokkuð ítarleg ákvæði eru um þessa tilfærslu í botnfisktegundunum 9 Veita á ráðherra heimild til að grípa til „annarra jafngildra ráðstafana til að veiðar séu stundaðar með sjálfbærum og ábyrgum hætti“, sbr . lokamálslið 1 . mgr . 3 . gr . frumvarpsins .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.