Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 53

Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 53
 Þjóðmál HAUST 2011 51 Hannes Hólmsteinn Gissurarson Svipmyndir úr mikilli sögu A llt frá því að ég skrifaði B . A . ritgerð í sögu og heimspeki 1979 um kenning- ar Karls Marx, hef ég haft áhuga á sósíalism- anum, eðli hans og þróun . Tuttugasta öldin var öld sósíalismans, kommúnisma og nas- isma (þjóðernissósíalisma) . Þegar ég þýddi Svartbók kommúnismans á íslensku, skrif aði ég það, sem átti aðeins að vera yfirlit um tengsl íslenskra kommúnista við alþjóðahreyfi ngu kommúnista . En í ljós kom, að víða þurfti ég að gera frumrannsóknir, og úr varð bók, sem birtast mun í fyrri hluta október á þessu ári, Íslenskir kommúnistar 1918– 1998 . Hún hefst, þegar þeir Brynjólfur Bjarna son og Hendrik Ottósson stunduðu há skóla nám í Kaupmannahöfn veturinn 1918–1919, tóku þátt í götubardögum og urðu kommúnistar . Henni lýkur, þegar þau Margrét Frímannsdóttir, Svavar Gestsson og fleiri fóru í boðsferð til kommúnistaflokks Kúbu haustið 1998 . Hátt í fimm hundruð myndir eru í ritinu, úr myndasöfnum á Íslandi, í Rússlandi, Þýskalandi, Banda ríkj- unum, Norðurlöndunum fjórum og víðar og auðvitað líka úr einkasöfnum, og hefur tekið mikinn tíma og fyrirhöfn að útvega margar myndanna . Þær segja sögu, örlaga- sögu . Hér ætla ég að fara nokkrum orðum um örfáar þeirra . Hendrik og Brynjólfur í Moskvu 1920 Þeim Hendrik Ottóssyni og Brynjólfi Bjarna syni var boðið á annað þing Al- þjóða sambands kommúnista, Komin terns, í Moskvu sumarið 1920, og var það hin mesta svaðil för . Myndin hér var tekin, þegar ungir komm ún istar hittust eftir þingið . Hún birtist meðal annars í bók þeirri, sem Jón Guðn a son sagnfræðiprófessor skráði eftir Ein ari Olgeirs syni 1983, Kraftaverk einnar kyn slóðar . En af einhverjum ástæðum hirti sagn fræð ingurinn ekki um að nafngreina nema sex menn á myndinni . Mér hefur með aðstoð fróðra manna og fræðirita tekist að bera kennsl á nokkra menn til viðbótar á myndinni (sjá myndatexta á bls . 52) . Hlutskipti þessa unga fólks varð misjafnt . Stalín lét myrða að minnsta kosti þrjá menn- ina, Shatskín, Münzenberg og Unger . Einn þeirra, Barthel, snerist til þjóðernis sósíal- isma eftir valdatöku Hitlers . Leitner, sem var gyðingur, hvarf í Marseille 1941 á flótta undan nasistum . Nokkrir voru dyggir komm ún istar til æviloka, til dæmis Linderot-hjónin, Sillén og Polano . Tveir úr hópnum komu við sögu íslenskra kommúnista . Münzen berg útvegaði Halldóri Kiljan Laxness boð til Ráðstjórnar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.