Þjóðmál - 01.09.2011, Page 53

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 53
 Þjóðmál HAUST 2011 51 Hannes Hólmsteinn Gissurarson Svipmyndir úr mikilli sögu A llt frá því að ég skrifaði B . A . ritgerð í sögu og heimspeki 1979 um kenning- ar Karls Marx, hef ég haft áhuga á sósíalism- anum, eðli hans og þróun . Tuttugasta öldin var öld sósíalismans, kommúnisma og nas- isma (þjóðernissósíalisma) . Þegar ég þýddi Svartbók kommúnismans á íslensku, skrif aði ég það, sem átti aðeins að vera yfirlit um tengsl íslenskra kommúnista við alþjóðahreyfi ngu kommúnista . En í ljós kom, að víða þurfti ég að gera frumrannsóknir, og úr varð bók, sem birtast mun í fyrri hluta október á þessu ári, Íslenskir kommúnistar 1918– 1998 . Hún hefst, þegar þeir Brynjólfur Bjarna son og Hendrik Ottósson stunduðu há skóla nám í Kaupmannahöfn veturinn 1918–1919, tóku þátt í götubardögum og urðu kommúnistar . Henni lýkur, þegar þau Margrét Frímannsdóttir, Svavar Gestsson og fleiri fóru í boðsferð til kommúnistaflokks Kúbu haustið 1998 . Hátt í fimm hundruð myndir eru í ritinu, úr myndasöfnum á Íslandi, í Rússlandi, Þýskalandi, Banda ríkj- unum, Norðurlöndunum fjórum og víðar og auðvitað líka úr einkasöfnum, og hefur tekið mikinn tíma og fyrirhöfn að útvega margar myndanna . Þær segja sögu, örlaga- sögu . Hér ætla ég að fara nokkrum orðum um örfáar þeirra . Hendrik og Brynjólfur í Moskvu 1920 Þeim Hendrik Ottóssyni og Brynjólfi Bjarna syni var boðið á annað þing Al- þjóða sambands kommúnista, Komin terns, í Moskvu sumarið 1920, og var það hin mesta svaðil för . Myndin hér var tekin, þegar ungir komm ún istar hittust eftir þingið . Hún birtist meðal annars í bók þeirri, sem Jón Guðn a son sagnfræðiprófessor skráði eftir Ein ari Olgeirs syni 1983, Kraftaverk einnar kyn slóðar . En af einhverjum ástæðum hirti sagn fræð ingurinn ekki um að nafngreina nema sex menn á myndinni . Mér hefur með aðstoð fróðra manna og fræðirita tekist að bera kennsl á nokkra menn til viðbótar á myndinni (sjá myndatexta á bls . 52) . Hlutskipti þessa unga fólks varð misjafnt . Stalín lét myrða að minnsta kosti þrjá menn- ina, Shatskín, Münzenberg og Unger . Einn þeirra, Barthel, snerist til þjóðernis sósíal- isma eftir valdatöku Hitlers . Leitner, sem var gyðingur, hvarf í Marseille 1941 á flótta undan nasistum . Nokkrir voru dyggir komm ún istar til æviloka, til dæmis Linderot-hjónin, Sillén og Polano . Tveir úr hópnum komu við sögu íslenskra kommúnista . Münzen berg útvegaði Halldóri Kiljan Laxness boð til Ráðstjórnar-

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.