Þjóðmál - 01.09.2011, Page 63

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 63
 Þjóðmál HAUST 2011 61 öflugan straum múslímskra innflytjenda, getur vakið eyðileggjandi öfl eins og Breivik hefur minnt okkur á með brjálsemi sinni . Ég segi þetta ekki af því að ég sé þeirrar skoðunar að allar skýringar sé finna með því að skoða fjölmenningarsamfélagið heldur vegna þess að það skiptir augljóslega máli,“ segir í síðari greininni . Hún skýrir vanmat sitt á tilfinningum fólks á þennan hátt: Það stafar af því að þetta gerðist ekki í landi okkar og vegna þess að menn eiga helst að reyna að hugsa skýrt — jafnvel þegar hörmulegir atburðir gerast . Það skiptir máli að tilfinningar ráði ekki öllum viðbrögðum heldur skýri menn einnig og skilji . Þegar árekstur verður á milli tilfinningaflóðs og tilraunar til að beita kaldri rökhyggju ýtir það auðveldlega undir misskilning og það hefur einmitt gerst . Það sé ekki af virðingarleysi gagnvart fórn- arlömbum Breiviks sem hún reyni að gefa pólitíska skýringu á glæpnum með því að nefna til sögunnar hópa með tvö ólík sjónarhorn á þjóðfélagið, stuðningsmenn fjölmenningarsamfélagsins og hina borgara- legu þjóðernissinna . Fyrir henni hafi ekki vakað gera lítið úr hve hryllilegt verk hafi verið unnið . Það þurfi í sjálfu sér ekki að árétta eðli þess hvað eftir annað, því að hvernig sem á málið sé litið hafi þarna verið unnið hroðalegt ódæðisverk . Aðalritstjórinn tekur til máls Lisbeth Knudsen, aðalritstjóri Berlingske Tidende, tók til varna fyrir blaðið 4 . ágúst vegna gagnrýni sem það sætti fyrir að birta greinina eftir Sørine Gotfredsen . Hún sagði að í greininni birtust alls ekki skoðanir blaðsins á málinu eins og megi sannreyna með lestri á leiðurum þess um hina hörmulegu atburði í Noregi og Breivik . Þetta breyti því hins vegar ekki að ögrun Gotfredsen sé hluti af hinni opnu umræðu og málfrelsinu sem Berlingske hafi í heiðri . Þess vegna beri að leggja sjónarmið hennar, skilningsleysi hennar og skort hennar á fordæmingu á fjöldamorðinu í Noregi fram til að skapa þá hörðu og áköfu umræðu sem hafi orðið . Þá hafi Sørine Gotfredsen sjálf lýst bakþönkum sínum og að sumt hefði mátt betur fara . Aðalritstjórinn tekur síðan til við að rök styðja nýjar umræðureglur á vefsíðu blaðsins, b.dk . Hún segir að aldrei hafi komið til álita að banna birtingu á grein Gotfredsen samkvæmt þessum reglum . Þær eigi ekki að hindra að ögrandi skoðanir birtist heldur að tryggja að umræður snúist um málefni en breytist ekki í hatursfullar árásir á einstaklinga eða meiðandi og niðurlægjandi fullyrðingar . Þær séu til að tryggja að allir viðmælendur standi jafnfætis og menn skýli sér ekki á bak við nafnleysi eða fölsk nöfn . Í lok þessarar athugasemdar segir Lisbeth Knudsen aðalritstjóri: Lífsnauðsynlegt er fyrir heilbrigt og stöðugt lýðræðisþjóðfélag að áfram sé rætt um öfgar, gróðrarstíur þeirra og ástæður . Því miður er einnig nauðsynlegt að spyrnt sé við fótum og gerðar ráð- stafanir gegn því að netinu og öðrum opnum umræðuleiðum sé rænt af litlum hópi umræðu-skemmdarvarga og breytt í svað fyrir hatursfulla, harðsvíraða og ónot hæfa umræðu . Leitin að íslenskum sökudólgi Ritstjóri Berlingske Tidende lýsir reglum um birtingu efnis á netinu og af orðum hennar er auðvelt að ráða að í Danmörku

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.