Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 66

Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 66
64 Þjóðmál HAUST 2011 Þetta er ekki smekkleg líking og nær engri átt . Það á reyndar einnig við skrif á athugasemdakerfi Eyjunnar um grein hans . Þar sagði einhver að foreldrar Karls hefðu gert mikil mistök þegar þeir drekktu Karli ekki við fæðingu, og því var bætt við að það hefði sennilega misfarist vegna þess að foreldrarnir væru hálfvitar . Óþverrinn í athugasemdakerfi Eyjunnar kemur stöðugt á óvart . Það er orðin áleitin spurning hvort það eigi ekki að loka fyrir þetta athugasemdakerfi í eitt skipti fyrir öll . Fólk getur þá einbeitt sér að því að skrifa sóðaskap á Fésbókinni . Og talandi um Fésbókina . Þráinn Bert- els son nefndi þar Hannes í færslu og sagði í annarri smekklausri samlíkingu: „Þjóð sem gerir hægriöfgamenn að há skóla prófess- orum hefur ekki efni á því að afgreiða norska hægriöfgamenn sem geðsjúklinga .“ Hver er glæpur Hannesar, annar en sá að vera á annarri pólitískri skoðun en þessir menn? Hannes er fyrirferðarmikill, tekur sterkt til orða og má vissulega búast við að fá andsvör . Sennilega hefur hann einhvern tíma móðgað þessa menn illilega, kannski kallað þá Baugspenna, sem þykir svívirðilegt skammaryrði . En það réttlætir ekki að þeir ausi yfir hann fúkyrðum . Hættið þessu, strákar mínir! Lokaorð Verknaðurinn 22 . júlí verður aldrei for dæmdur nógu harkalega . Ekki er unnt að afsaka hann á nokkurn hátt . Lífið heldur hins vegar áfram og þar á meðal stjórn málastarf sem tekur mið af framvindu líðandi stundar . Fjölmenning og skipting innan þjóðfé- laga milli manna með ólíkan menningar- legan eða trúarlegan uppruna skýrir ekki alla spennu í vestrænum samfélögum . Tilefni óeirða og gripdeilda í borgum Bretlands í byrjun ágúst 2011 verða seint skýrð til fulls . Boris Johnson, borgarstjóri í London, lýsir óeirðaseggjunum á þennan veg í The Daily Telegraph 15 . ágúst: Sumir — sárafáir — létu stjórnast af græðgi . Sumir virðast hafa fyllst mikilmennsku eða valdafíkn, þörf fyrir að „láta taka eftir sér“ . Sumir, einkum félagar í gengjum, gerðu þetta vegna þess að einhverjir aðrir gerðu það í öðrum borgarhverfum í London, þeir vildu ekki verða skildir út undan . Sumir gerðu þetta til að „skemmta sér“, eða af æsingi [ . . .] Sumir eru örugglega sæmilega vel stæðir og fjölmiðlar hafa réttilega staldrað við dóttur milljónamærings og kennara sem hafa verið kærð fyrir þjófnað . Langflestir komu, auðvitað, úr hópum á lægri stigum borgarbúa þegar litið er til félagslegra aðstæðna og efnahags, úr röðum þeirra sem hafa verið skildir lengst að baki; og síðustu tölur sem ég hef séð sýna að 69% þeirra sem hafa verið ákærðir eru á sakaskrá vegna fyrri afbrota . David Cameron, forsætisráðherra Breta, segir að brotalöm sé í bresku samfélagi og hann heitir því að takast á við þann vanda til að tryggja betra jafnvægi, frið og stöðugleika innan þess . Í Noregi glíma menn við annars konar vanda eftir 22 . júlí . Tilraunir til að setja hryllingsverk Anders Breivik inn í ramma skoðanaágreinings um stjórnmál á líðandi stundu má flokka undir fljótræði eða hreina ósvífni sé á þeim alið í því skyni að ýta undir trú annarra á eigið ágæti . Þ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.