Þjóðmál - 01.09.2011, Page 75
Þjóðmál HAUST 2011 73
Paul Johnson á miðjum aldri .
Ljósm . Tom Blau .
hann í vikuritið The Spectator, en þar átti
hann fastan pistil í hverri viku í tæpa þrjá
áratugi, frá 1981 til 2009 .
Á 6 . og 7 . áratugnum gaf Johnson út
nokkur smárit, tvær skáldsögur, sem ekki
nutu mikillar hylli, og bók um Súezdeiluna,
eins konar fréttaskýringu eða -greiningu
í bókarformi . Allt voru það þó aukaverk
með blaðamennskunni og ritstjórninni
og eiginlegur ferill hans sem rithöfundar
hófst ekki fyrr en hann stóð upp úr
ritstjórastólnum á The New Statesman . Þá
tók hann að skrifa bækur af þvílíku kappi,
að fáir geta talist jafnokar hans í afköstum .
Efnisval hans er einnig óvenju fjölbreytt og
ólíkt mörgum öðrum sagnfræðingum hefur
hann fjallað með einum eða öðrum hætti
um flest tímabil veraldarsögunnar .
Fyrsta meiriháttar bók Pauls Johnson
kom út árið 1972 . Hún nefndist The
Offshore Islanders og var saga Englands
frá því Rómverjar lögðu landið undir
sig á 1 . öld f . kr . og þar til Bretar gengu í
Evrópubandalagið, eins og það nefndist þá .
Að eigin sögn skrifaði Johnson þessa bók til
að bæta úr brýnni þörf á aðgengilegu riti
um enska sögu, en hann hefði oft fundið
til þess í störfum sínum sem blaðamaður að
fáir þyrftu meira á slíku ritverki að halda en
einmitt blaðamenn .