Þjóðmál - 01.09.2011, Page 79
Þjóðmál HAUST 2011 77
Nýlega kom út 1 . bindi ritverksins Reykv íkingar – Fólkið sem breytti
Reykjavík úr bæ í borg eftir Þorstein Jóns-
son . Áætlað er að verkið verði alls tíu bindi
sem komi út með
reglulegu millibili á
næstu árum .
Í bókinni fer
höf undurinn í eins
konar visitasíu ferð
um götur Reykja-
víkur árið 1910
og segir frá húsum
og fólkinu sem
þá byggði bæinn .
Húsin í bæn um
voru þá 1 .186 og
íbúar 11 .449 . Birtir
eru stutt ir þættir
um hvert heim ili í
bænum en þau voru
þá um 2 .400 .
Í upphafi verks-
ins eru birt nokkur kort af þróun bæjarins
frá 1786 þegar Reykjavík fékk kaup-
staðarréttindi og þéttbýli tók að myndast .
Ítarlegasta kortið er af Reykja vík árið 1910
og þekur það allmargar blaðsíður . Það var
gert sérstaklega fyrir útgáfuna og gefur
glögga leiðsögn um bæinn .
Gríðar legar breyt ing ar urðu á Reykja-
vík á fyrsta áratug 20 . aldar . Aldamótaárið
1900 bjuggu 5 .802 í bænum . Íbúa fjöld inn
nær tvöfaldaðist þennan áratug . Á sama
tíma varð mikill vöxtur í húsbygg ingum og
lífsskilyrði fólks breyttust mjög til batn aðar .
Um miðja nítjándu
öld var helmingur
íbúðar húsa í bæn um
torf bæir en árið 1910
voru aðeins fjórtán
torf bæir uppi stand -
andi í Reykja vík .
Í verkinu er fjall-
að um götur bæjar-
ins í stafrófs röð .
Byrj að er á elstu
götu bæj ar ins, Aðal-
stræti, síðan far ið
upp Amt manns stíg
o .s .frv . Fyrsta bind-
ið endar í Berg staða -
stræti . Í tíunda og
síðasta bindi verks-
ins verður sagt frá
Sel tjarn ar nes hreppi sem til heyrði Reykja -
vík ur sókn . Þar verð ur líka nafna skrá yfir
alla þá sem koma við sögu í rit inu .
Við hvert heimili bæjarins er sagt frá
hús ráðendum, upp runa þeirra, börnum,
tengda börnum og barnabörnum . Ævi ágrip
hvers og eins er rakið eftir því sem heimildir
hrökkva til og birtar eru ljósmyndir af hús-
ráð end um og börnum þeirra .
aðalstræti - bergstaðastræti 8 sögusteinn
1
REYK
V
ÍK
IN
G
A
R
aðalstræti
bergstaðastræti 8
Fólkið sem breytti Reykjavík úr bæ í borg
Þorsteinn Jónsson
REYKVÍKINGAR
Stórvirkið Reykvíkingar