Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 91

Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 91
 Þjóðmál HAUST 2011 89 þjóð“ með „allri afstöðunni til þeirra, sem nú hafa grandað sjálfstæði voru .“62 Það sem Bretum gengi til væri ekki að verja landið fyrir Þjóðverjum, heldur að tryggja eftirlit með siglingum til Evrópu, meðal annars með flugvöllum hér á landi „til að geta framkvæmt þetta eftirlit með því að leiða hungrið yfir Evrópu .“63 Fregnir sama dags af árás Þjóðverja á Holland og Belgíu voru hinsvegar með hlutlausum blæ .64 Svo virðist sem að sósíalistar hafi stefnt að því að vekja úlfúð milli setuliðsins og Íslend inga . Til dæmis voru fréttir af samskiptum breskra her manna og íslenskra kvenna sjaldnast birtar undir jákvæðum formerkjum .65 Í pistl inum „Setuliðið og sundlaugarnar“ var til dæmis kvartað undan framferði setuliðsmanna við konur í sundlaugum borgarinnar og jafnframt hvatt til þess að þær færu ekki í sund á sama tíma og hermenn . Þessi frétt olli því að breska herstjórnin amaðist við fréttaflutningi Þjóðviljans, í fyrsta en ekki síðasta sinn .66 Hins vegar er athyglisvert hvað „ástandið“, stærsta þrætueplið í samskiptum Íslendinga við herinn, fékk lítinn sess á síðum blaðsins miðað við önnur málefni sem urðu tilefni til árekstra við herinn . Ýmsir siðapostular eru gagnrýndir fyrir að setja ábyrgðina alfarið á konurnar sem eigi í samskiptum við hermenn, sökin sé karlmanna . Þar eigi sökina íslenskir þjóðstjórnarherrar sem hafi „gefið Bretanum allt falt, kvenfólkið líka“ .67 Þó þessi afstaða beri pólitískan keim verður að segjast eins og er, að ekki var algengt á þessum tíma að skella skuldinni á aðra en konurnar í „ástandinu“ . 62 „Vér mótmælum allir“, Þjóðviljinn 11 . maí 1940 . 63 Sama heimild . 64 Þjóðviljinn 11 . maí 1940 . 65 Sjá t .d . „Brezkir hermenn áreita íslenzkar stúlkur“, Þjóðviljinn, 29 . maí 1940 bls . 2; „Endalokin á vand læt- ingarbrölti“, 13 . júlí 1940, bls . 1 og 4; og „Brezkir hermenn á Akureyri“, 1 . október 1940, bls . 1 . 66 Gunnar M . Magnúss: Virkið í norðri II ([Reykjavík], 1984), bls . 25 . – „Setuliðið og sundlaugarnar“, Þjóðviljinn, 2 . júlí 1940, bls . 3 . 67 „Á glapstigum“, Þjóðviljinn 17 . september 1940 . Fyrsta stórmálið í samskiptum við herinn kom upp í ágúst 1940 þegar tveir íslenskir menn, Sigurður Finnbogason rafvirkjanemi og Þórhallur Pálsson, voru handteknir með stuttu millibili fyrir að starfrækja stuttbylgjustöðvar, sem var ólöglegt samkvæmt íslenskum lögum . Í byrjun september voru Sigurður og Þórhallur fluttir út til Englands . Þjóðviljinn sagði þær aðfarir Breta vera „ósvífið réttarbrot“ þar sem mennirnir hefðu gerst brotlegir við íslensk lög og ættu því að vera dæmdir á Íslandi og mál þeirra rannsakað af íslenskri lögreglu .68 Hver sá sem ekki krefðist þess væri sekur um „hrein og bein föðurlandssvik“ .69 Í raun voru Bretar sakaðir um að vera fasistar, sem sögðust berjast fyrir lýðræði með annarri hendi, en berja það svo niður með hinni .70 Um svipað leyti kvartaði Þjóðviljinn undan því að Bretum væru seldar kartöflur, en það bar vott um mikið ofbeldi og kúgun af hálfu Breta gagnvart Íslendingum . Var það merki um litla „þjóðhollustu að selja Bretum kartöflur“ og nógu slæmt væri „það ranglæti sem við verðum við að búa frá hálfu Breta, þó ekki séu þeir látnir éta okkur á húsgang“ .71 Breska herstjórnin hélt í byrjun október 1940 fréttamannafund, kvartaði þá sér- staklega undan fréttaflutningi Þjóðvilj ans og sagði hann til þess fallinn að skapa til illinda milli breska setuliðsins og Íslendinga .72 Sósíalistar létu sér ekki segjast við þessar skammir, heldur létu sér „vel líka það vottorð, sem stjórn innrásarhersins gefur honum . Þjóðviljinn hefur aldrei búist við að 68 „Íslendingar beittir órétti og ofbeldi“, Þjóðviljinn 4 . september 1940 . 69 „Bretar halda hinum tveimur Íslendingum enn“, Þjóðviljinn 27 . ágúst 1940 . 70 Sjá t .d . „Íslenzkir togarar rændir loftskeytatækjunum“, Þjóðviljinn 28 . september 1940 og „Ætlar ríkisstjórnin“, Þjóðviljinn 17 . október 1940 . 71 „Kartöflukaup Bretanna“, Þjóðviljinn 27 . september 1940 . 72 „Engin nauðgun“, Þjóðviljinn 12 . október 1940 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.