Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 4
Ritstjóraspjall
Vetur 2011
_____________
Enn er deilt um hvers vegna íslensku bankarnir hrundu . Flestar skýringanna
sem komið hafa fram missa þó marks því að
mannskepnan er ekki viljalaust verkfæri að-
stæðna . Það var ekki taumlaus frjálshyggja
sem var orsakavaldur inn og ekki heldur
gnótt af ódýru lánsfé á alþjóðamarkaði, ekki
eftirlitsleysi stjórnvalda, ekki ætluð ríkis-
ábyrgð á bandarískum undirmálslánum og
ekki heldur stærð íslensku bankanna . Það
var ein faldlega græðgi sem gerði það að
verkum að íslensku bankarnir kollsigldu sig .
Þetta kemur raunar glöggt fram í skýrslu
rann sókn ar nefndar Alþingis: spilaborgirnar
allar og kross eignatengslin voru sett á svið
til að ræna bankana innan frá, svo að æðstu
stjórnendur og eigendur bankanna gætu
grætt sem allra mest á sem stystum tíma
án nokkurs tillits til raun veruleikans eða
afleiðinganna . Jú, vissu lega spil uðu heimska
og hroki sína rullu . Yfir menn íslensku
bankanna voru upp til hópa (og eru
kannski enn) menntunarsnauðir,
óupplýstir og reynslulitlir
hroka gikkir . En það var
fyrst og fremst græðgin sem
afvega leiddi þá . Það er ekkert
orsaka samhengi milli ódýrs
lánsfjár á alþjóðamarkaði
og þess að lána þúsund
milljarða til Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar . Skyn-
samur bankamaður með báða fætur á
jörðinni, eins og bankamenn eiga að vera,
hefði ekki lánað slíkum manni krónu án
þess að hann legði fram haldbær veð . Því
miður reyndust ekki marg ir skynsamir
bankamenn þríf ast undir stjórn Bjarna Ár-
manns sonar, Sigurðar Einars sonar og Sigur-
jóns Þ . Árna sonar . Þessir menn og stærstu
eigend ur bankanna höfðu hefð bund in lög-
mál banka starfsemi að engu og létu græðgi
ráða för í vitfirringslegri rússíbana reið sem
gerði þá sjálfa að ríkismönnum en skildi
bankana eftir í rúst og í leiðinni 20–30%
landsmanna öreiga ævilangt . Jú, jú, það
voru svipuð fífl víða í öðrum löndum,
en það voru þessi fífl sem settu íslensku
bankana á hausinn . Það eru þessir menn
sem eru verstu óvinir kapítalismans, ekki
það sem eftir er af blessuðum kommun-
um eða ræfilsliðið í Occupy-hreyfingunni .
Banka flónin og féflettarnir hafa með græðgi
sinni unnið frjálsum viðskipt um á Íslandi
óbætanlegt tjón . Græðgi er alltaf
af hinu illu og leiðir ævinlega
til ills . Aðeins þegar mann-
skepnan hefur kristilegt
siðgæði að leiðarljósi farnast
henni vel .
A ð svo mæltu óska ég les end u m gleði-
legra jóla og far sæld ar á
komandi ári .
Þjóðmál VETUR 2011 3