Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 77
76 Þjóðmál VETUR 2011
að minnast nýlegra atburða úr eigin sögu: oft
er það fjárfestirinn en ekki sá sem tekur við
fé af honum sem tapar mestu þegar stórhuga
samningur er undirritaður .
*
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-lands, snerist hart gegn þessum frétt-
um og hugleiðingum í breskum fjölmiðlum
í viðtali við The Financial Times 2 . september
2011 . Hann fagnaði landakaupum Huangs
Nubos og sagði enga ástæðu til að óttast
fjárfestingar Kínverja .
„Kínverjar og Indverjar réttu Íslandi
hjálparhönd á margan uppbyggjandi
hátt á meðan Evrópa var fjandsamleg og
Bandaríkjamenn ekki til staðar,“ sagði
Ólafur Ragnar við breska blaðið og hann
sakaði ESB um að hafa „snúið byssum sínum
að Íslandi“ vegna deilunnar um IceSave, en
Bandaríkin hefðu ekki sýnt Íslandi minnsta
áhuga síðan herstöðinni á Miðnesheiði var
lokað í september 2006 .
The Financial Times sagði Ólaf Ragnar
hafa heimsótt Kína fimm sinnum á síðustu
sex árum og að hann segðist hafa tekið á
móti fleiri kínverskum sendinefndum í
forsetatíð sinni en „Bandaríkin, Bretland,
Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn
samanlagt“ . Þá hefði það gerst vegna afskipta
Ólafs Ragnars og bréfs hans til forseta
Kína að kínverski seðlabankinn hefði gert
gjaldeyrisskiptasamning við Ísland .
Í hádegisfréttum RÚV 3 . september 2011
sagði Ólafur Ragnar að umræður í evrópsk-
um fjölmiðlum vegna kaupa Huangs Nubos
hefðu verið „að þróast í gjörningaveður
gagnvart Íslandi, og mikilvægt hafi verið að
koma á framfæri að engin ástæða væri til
að óttast kínverska athafnamenn frekar en
frá Evrópu eða Bandaríkjunum, sem Ísland
hafi nú þegar átt mikil samskipti við“ .
„Og það var nauðsynlegt að þessi þáttur
kæmist á framfæri svo menn færu ekki í
evrópskum miðlum að búa til enn eina
sjónhverfinguna gagnvart Íslandi,“ sagði
forseti í RÚV . Orðin sýndu að Ólafur
Ragnar taldi túlkanir fjölmiðla í Bretlandi
á tengslum Huangs Nubos við kínverska
kommúnistaflokkinn og upprifjanir þeirra á
störfum hans í áróðursmálaráðuneyti Kína
neikvæða „sjónhverfingu gagnvart Íslandi“ .
Ólafur Ragnar sagði tengsl Huangs
Nobus við kínverska kommúnistaflokkinn
engu máli skipta .
„Allir þeir sem þekkja söguna í Kína
vita að nánast allir efnilegir ungir menn
hér á fyrri áratugum voru í tengslum við
kommúnistaflokkinn . Það var nú bara eins
og var hér á Íslandi að ef menn ætluðu að
komast áfram í stjórnkerfinu þá urðu menn
að vera í ráðandi stjórnmálaflokkum,“ sagði
forseti Íslands í RÚV .
*
Kristín Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína,
sat blaðamannafund í Peking með Huang
Nubo . Þýska fréttastofan Deutsche Welle sagði
frá fundinum 3 . september 2011 en hann
var haldinn í Peking . Þar fagnaði Kristín
kaupum Huangs á Grímsstöðum á Fjöllum .
Kristín Árnadóttir var hægri hönd Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur sem borgar-
stjóra og hóf störf í utanríkis ráðu neytinu
þegar Ingibjörg Sólrún varð utanríkis-
ráðherra vorið 2007 . Fól hún Kristínu
að stjórna lokabaráttu Íslands fyrir setu
í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna sem
skilaði ekki þeirri niðurstöðu sem að var
stefnt . Össur Skarphéðinsson skipaði
Kristínu sendiherra í Kína eftir að hann
varð utanríkisráðherra í ársbyrjun 2009 .
Í byrjun október 2010 birtist frétt á dv.is
um að Hjörleifur Sveinbjörnsson, eigin-
maður Ingibjargar Sólrúnar og mágur
Össurar Skarphéðinssonar, hefði fengið
lánaðan bílaleigubíl á kostnað utan ríkis-