Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 55

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 55
54 Þjóðmál VETUR 2011 því . Sögðust þeir hafa áreiðanlega vitneskju um það, að ég væri hér í leynilegum og óleyfilegum erindum og brýndu fyrir mér að skýra satt og rétt frá um hagi mína og hvað ég hefðist að í borginni, því að þeir vissu miklu meira um mig en mig gæti grunað . Ég get ekki neitað því, að heimsókn þessi kom heldur ónotalega við mig, þó ég reyndi af fremsta megni að bera mig mannalega . Leynilögreglumennirnir komust síðan í feitt við að rekast á púðurpung hins hættu lega kommúnista á náttborðinu . Þeir féllust þó á, eftir að hafa þefað dálítið, að þar færi neftóbak byltingarliðans . Síðan hófust yfirheyrslurnar: Ertu þingmaður? Ertu ritstjóri pólitísks blaðs? Eru ekki kommúnistar á Íslandi? Hver ertu? Hvað ertu að gera í Berlín? Sigurður reyndi að smeygja sér út úr þessu og sagðist vera lögfræðinemi í fríi í Berlín, en væri annars skáld í hjáverkum . Eftir frekari yfirheyrslu hófu lögreglumennirnir leit í herberginu, en í nátt borðsskúffunni voru nokkur kommún- ísk smárit og gæti nú komist upp um strákinn Tuma . Þeir litu þó ekki við skúffunni, en fundu í farangri hans eitt tölublað Austurlands frá ritstjórnartíð Guðmundar G . Hagalín, en þar mátti finna ritdóm með dæmum um kvæði Sigurðar . Kom þá í ljós að hinn yfirheyrði væri í raun skáld með tóbakspung, en ekki byltingarmaður með sprengiefni . Mennirnir létu því sannfærast um sakleysi unga mannsins, sagði Sigurður, „brostu, báðust enn einu sinni afsökunar á ónæðinu og gengu út . Ég sá þá aldrei aftur . — Átti ég þannig vini mínum Guðmundi Hagalín, ef ekki fjör, þá að minnsta kosti frelsi að launa .“14 Þegar Sigurður rifjaði þessa atburði upp 1974, taldi hann sig hafa trausta vitneskju um, að Sigfús Blöndahl ræðismaður hefði frétt af ástæðu ferðalagsins eftir á, brugðist mjög reiður við og gert þýskum yfirvöldum viðvart . Af þeim sökum hefði leynilögreglan komið í heimsókn .15 En alla vega hafði skáldið frá Íslandi nú lent í óvenjulegum hremm ingum og var brugðið, enda taldist pólitíið heima frekar meinleysislegt . Hann smeygði sér því í fötin og hélt til fundar við Münzenberg, sem sjálfur hafði mátt þola nokkur miður vinsamleg samskipti við lög- reglu yfirvöld . Foringinn hafði ráð undir rifi hverju og varð niðurstaðan sú, að Sigurður myndi halda til Sviss, þangað sem hann hefði vegabréfsáritun, dvelja þar í nokkra daga og fá nýtt dvalarleyfi í Þýskalandi, en nú til tveggja vikna . Hann gæti síðan snúið aftur og klárað þingsetuna . Þýski ræðismaðurinn í Basel neitaði þó að verða við óskum hans, uns Sigurður dró upp meðmælabréfið frá Sigfúsi ræðismanni . Viðhorfið gjörbreyttist við lestur bréfsins og varð karlinn nú hinn vinalegasti . Með tveggja vikna landvistarleyfi upp á vasann hélt Sigurður aftur til Berlínar . En þá höfðu þingfulltrúarnir, að sögn Sigurðar, flúið undan lögreglunni til Jena .* Það var ekki allskostar rétt hjá Sigurði, að þingið hefði verið sett í Berlín, en síðan verið flutt til Jena, heldur var því öfugt farið . En rétt er það, að ungkommúnistum var þá erfitt um störf í höfuðborginni og hafði lögreglan handtekið um 50 ungherja á skömmum tíma . Á meðan Sigurður dvaldi í Sviss héldu þingfulltrúarnir til Jena, þar sem þingið var formlega sett hinn 6 . apríl 1921 . Það snerist fyrst og fremst um marsuppreisnina og stefnu framkvæmdastjórnarinnar, en Münzenberg hafði gagnrýnt framgöngu Kominterns í því máli . Sú gagnrýni var olía á eldinn, því að forystumenn Alþjóðasambands ungkommúnista og Komsomols höfðu tekist harkalega á um hlutverk og stöðu ungkommúnista í alheimshreyfingunni allt frá júní 1920 . Það dró ekki úr deilunum, að Münzenberg skyldi hafa boðið Paul Levi, sem hafði þá verið rekinn úr Komintern fyrir andstöðu við marsuppreisnina, að * Frásögn Sigurðar af þingi ungkommúnista stangast á við traustustu heimildir . Hann rekur söguna þannig, að þingið hafi upprunalega verið haldið í Berlín, en þaðan hafi hann þurft að flýja til Sviss, en komið aftur til Berlínar og gripið í tómt, þar eð þingfulltrúar höfðu þá flúið til Jena . Hið rétta var, að þingið hófst 6 . apríl í Jena, en þaðan urðu þingfulltrúar að flýja aftur til Berlínar . Frásagnir Sigurðar af þingstörfum eru því settar í rétta tímaröð og á réttan stað .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.