Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 88

Þjóðmál - 01.12.2011, Blaðsíða 88
 Þjóðmál VETUR 2011 87 á stjórnmálamenn setja sjálfa sig í fyrsta sætið en gleyma að það er sess kjósenda þeirra, að ég vil vinna að því, ásamt öllu því góða fólki sem hér starfar, að styrkja blaðið . Við Reynir keppum að sama marki og erum alveg til í að ræða málinu (svo), þegar svo ber undir, og viljum báðir gera gott blað betra . Reynir sagði Jóhanni hins vegar upp störf- um sumarið 2011 í sparnaðarskyni . Á Pressunni birtist frétt um málið 1 . júlí 2011 þar sem sagði meðal annars: Ljóst er að viðvarandi ágreiningur hefur verið um stefnu blaðsins [DV]á milli Jóhanns og rit stjóranna en Jóhann reyndi að komast yfir blaðið þegar það var selt Reyni Traustasyni og hópi félaga hans . „Þá fór ég kannski tíu dögum of seint af stað,“ segir Jóhann þegar hann nú lítur um öxl með uppsagnarbréfið í vasanum . Undir haust 2011 birtust fréttir um að Jó hann hefði sótt um fram kvæmdastjórastarf fjöl miðla nefndar ríkisins . Hann fékk það ekki . Þá sagði Pressan frá því að hann væri með bók í smíðum og velti fyrir sér hvort þar yrði sagður sannleikurinn um DV . Jóhann varðist allra frétta en í október 2011 birtist bók hans undir heitinu Þræðir valdsins — kunningjaveldi, aðstöðubrask og hrun Íslands . Er á kápu hennar getið að Jóhann hafi hlotið verðlaun Blaða- mannafélags Íslands árið 2010 þar sem í umsögn dómnefndar segi: „skrif hans um þjóð félagsmál [eru] ómissandi í samfélags- um ræðunni“ . Þeir sem biðu eftir því að Jóhann Hauks- son lýsti reynslu sinni sem blaðamaður í þágu Baugsmanna í návígi við Reyni Traustason og fleiri sem gengu erinda þeirra á árunum fyrir hrun verða fyrir vonbrigðum lesi þeir bók hans . Því miður hefur enginn hinna fjölmörgu fjölmiðlamanna sem látið hafa af störfum á Baugsmiðlunum lýst því hvernig var að starfa í þjónustu auðhringsins á þessum umbrotatímum . Jóhann leitast við að færa mál sitt í há- tíð legan búning með tilvitnunum í fræði- kenningar og fræðimenn . Hann var meira að segja gestur í morgunþætti þeirra Jóns Ormars Halldórssonar og Ævars Kjartans- sonar á RÚV í sama mund og bókin kom á markað . Þeir félagar vilja að þættir sínir beri þann svip að þar sé litið á þjóðfélagsþróun ina úr æðra sessi og á hlutlægari hátt en venja er í fjölmiðlum . Að því leyti á þáttur þeirra nokkuð sameiginlegt með bók Jóhanns þótt þar sé í raun fjallað um dægurmál og oft á hlutdrægan hátt, meira að segja stundum af meinfýsni . Til marks um efnistök Jóhanns má nefna að hann lýsir því atviki þegar ágreiningur varð í Þingvallanefnd um val á mönnum í nefnd um hugmyndir um framtíðarmál á Þingvöllum og segir síðan: Kunningja- og klíkuveldinu er nauðsynlegt að ráða yfir tækjum til þess að umbuna og tyfta . Með því að öðlast vald yfir sjóðum almennings og stofnunum koma flokkarnir sér upp björgum eða eins konar forða til að veita og taka, umbuna og tyfta . Aðgangur að sjóðum og vald yfir þeim er afgerandi og hefur úrslitaþýðingu . Sé þessi texti lesinn án þess að hann sé í sam hengi Jóhanns mætti ætla að þarna talaði maður sem vildi sem minnst afskipti stjórnmálamanna, frjálshyggjumaður, á móti pólitískum afskiptum, til dæmis af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.